1. gr.
Við reglugerðina bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða:
Þrátt fyrir ákvæði 7. og 8. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar skal Fiskistofa fella úr gildi leyfi til strandveiða, frá sama tíma og strandveiðar eru stöðvaðar með auglýsingu í Stjórnartíðindum, sbr. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, á árinu 2024.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a. og 16. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi og fellur úr gildi við lok fiskveiðiársins þann 31. ágúst 2024.
Matvælaráðuneytinu, 9. júlí 2024.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
|