1. gr.
Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að endurgreiða kostnað við töku hraðprófa hjá aðilum sem sinna sýnatöku til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni með hraðprófum, sbr. reglugerð nr. 1040/2021 um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni með hraðprófum.
2. gr.
Endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands er með eftirfarandi hætti (heildarverð):
Fyrir hvert hraðpróf 4.000 kr.
3. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, og reglugerð nr. 1040/2021, um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni með hraðprófum, öðlast þegar gildi og tekur til kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni með hraðprófum á sama tímabili og kveðið er um í reglugerð nr. 1040/2021.
Sjúkratryggingum Íslands, 17. september 2021.
María Heimisdóttir.
Júlíana Hansdóttir Aspelund.
|