FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt:
Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, og laga um Stjórnarráð Íslands, ber stjórnarmálefni undir ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands sem hér segir:
1. gr.
Forsætisráðuneyti.
Forsætisráðuneyti fer með mál er varða:
- Stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráð Íslands í heild, þar á meðal:
- Embætti forseta Íslands, þ.m.t. ákvörðun kjördags, embættisgengi og embættisbústað.
- Alþingi.
- Ríkisráð Íslands.
- Ríkisstjórn Íslands.
- Skipun ráðherra og lausn.
- Skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti.
- Skiptingu starfa milli ráðherra.
- Skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta.
- Ráðherranefndir.
- Forystu og samhæfingu innan Stjórnarráðs Íslands.
- Stjórnarfar almennt, þ.m.t. lög um Stjórnarráð Íslands, stjórnsýslulög og upplýsingalög.
- Framfylgd laga og reglna um undirbúning stjórnarfrumvarpa.
- Siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands.
- Málstefnu fyrir Stjórnarráð Íslands.
- Ráðstöfun skrifstofuhúsa ráðuneyta og gestahúsa ríkisstjórnarinnar, þ.m.t. Þingvallabæjarins.
- Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
- Þjóðhagsmál, þar á meðal:
- Hagstjórn almennt.
- Ráðherranefndir um efnahagsmál og ríkisfjármál.
- Gjaldmiðil Íslands.
- Seðlabanka Íslands.
- Hagskýrslugerð og upplýsingar um landshagi, þ.m.t. málefni Hagstofu Íslands.
- Þjóðartákn og orður, þar á meðal:
- Fána Íslands og ríkisskjaldarmerki.
- Þjóðsöng Íslendinga.
- Hina íslensku fálkaorðu.
- Önnur heiðursmerki.
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Annað, þar á meðal:
- Þjóðaröryggisráð.
- Almannavarna- og öryggismálaráð.
- Vísinda- og tækniráð.
- Þjóðlendur og málefni óbyggðanefndar.
- Embætti ríkislögmanns.
- Umboðsmann barna.
- Hrafnseyri við Arnarfjörð.
2. gr.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Almenn starfsskilyrði og stuðningsumhverfi atvinnulífs, þar á meðal:
- Atvinnuþróun, tæknirannsóknir og nýsköpun.
- Stuðning ríkisins við rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun í atvinnugreinum, sbr. þó g-lið 2. tölul. 4. gr.
- Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.
- Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
- Opinberar fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum.
- Ívilnanir vegna nýfjárfestinga og gerð fjárfestingarsamninga annarra en milliríkjasamninga.
- Fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri.
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
- Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
- Skrifstofu rannsóknarstofnana atvinnuveganna.
- Orkumál og auðlindanýtingu, þar á meðal:
- Öryggi raforkukerfisins.
- Raforkumarkað.
- Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku.
- Forystu um orkusparnað, nýtingu orku og orkuskipti.
- Visthönnun vöru sem notar orku og orkumerkingar.
- Hitaveitur, gjaldskrár og stofnstyrki.
- Leyfi til nýtingar á auðlindum í jörðu og á, í eða undir hafsbotni.
- Leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíuleit).
- Nýtingu vatns.
- Orkustofnun.
- Úrskurðarnefnd raforkumála.
- Viðskiptalíf, almenna lagaumgjörð, þar á meðal:
- Rafræn viðskipti, rafræna þjónustu og rafrænar undirskriftir.
- Frum- og milliinnheimtu peningakrafna.
- Víxla, tékka og skuldabréf.
- Fyrningu kröfuréttinda.
- Ábyrgðarmenn.
- Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, þ.m.t. einkaleyfi, vörumerki, félagamerki, uppfinningar starfsmanna og hönnun.
- Einkaleyfastofu.
- Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar.
- Félagarétt, þ.m.t. bókhald, endurskoðendur og ársreikninga.
- Skráningu fyrirtækja og félaga og málefni fyrirtækjaskrár og ársreikningaskrár.
- Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
- Framkvæmd útboða.
- Samkeppnismál.
- Samkeppniseftirlitið.
- Áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
- Staðla og Staðlaráð Íslands.
- Faggildingu.
- Löggildingu viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
- Löggildingu endurskoðenda og málefni Endurskoðendaráðs.
- Sjávarútveg og veiði í ám og vötnum, eldi og ræktun nytjastofna, þar á meðal:
- Stjórn á verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins.
- Veiðigjöld.
- Rannsóknir og eftirlit með verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins.
- Hafrannsóknastofnun.
- Framkvæmd fiskveiðisamninga við erlend ríki.
- Fiskvinnslu og aðra vinnslu úr sjávarfangi.
- Skiptaverðmæti sjávarafla.
- Uppboðsmarkað sjávarafla.
- Eldi hvers konar nytjastofna í sjó eða ferskvatni, skipulag og eftirlit með því.
- Veiði í ám og vötnum.
- Rannsóknir á lífríki í ám og vötnum og ráðgjöf um nýtingu þeirra, þ.m.t. málefni Veiðimálastofnunar.
- Fiskræktarsjóð.
- Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði.
- Nýsköpun og þróun í sjávarútvegi.
- Fiskistofu.
- Málefni úrskurðarnefndar um ólögmætan sjávarafla.
- Verðlagsstofu skiptaverðs, verðlagsráð sjávarútvegsins.
- Málefni úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna.
- Landbúnað, matvæli og matvælaöryggi, þar á meðal:
- Framleiðslu landbúnaðarafurða.
- Búfjárhald og slátrun.
- Verðlagningu og sölu á búvörum.
- Inn- og útflutning landbúnaðarafurða.
- Eftirlit með inn- og útflutningi dýra og plantna og erfðaefna þeirra.
- Velferð dýra.
- Varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt.
- Framkvæmd búnaðarlaga.
- Stuðning ríkisins við framleiðslu og markaðsmál, þ.m.t. framkvæmd búvörulaga.
- Almenn jarðamál, ábúðarmál, afrétti, fjallskil og girðingar, þ.m.t. málefni úttektarmanna og yfirmatsnefndar samkvæmt ábúðarlögum.
- Nýtingu hlunninda jarða.
- Dýralæknaþjónustu, þ.m.t. starfsleyfi dýralækna.
- Heilbrigðiseftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs.
- Heilbrigði dýra og varnir gegn dýrasjúkdómum.
- Heilbrigði plantna og varnir gegn plöntusjúkdómum.
- Eftirlit með sáðvöru og áburði.
- Hagþjónustu landbúnaðarins.
- Matvælarannsóknir.
- Matvælastofnun.
- Úrskurðarnefndir á sviði landbúnaðar, þ.m.t. æðardúnsnefnd, ullarmatsnefnd og gærumatsnefnd.
- Bjargráðasjóð.
- Iðnað, verslun og þjónustu, þar á meðal:
- Iðnað, þ.m.t. verksmiðjuiðnað, handiðnað, stóriðju og fjárfestingarsamninga.
- Skipan ferðamála.
- Ferðamálastofu.
- Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
- Veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
- Bílaleigur.
- Skapandi greinar í þágu atvinnuþróunar.
- Sölu fasteigna og skipa.
- Eftirlitsnefnd fasteignasala.
- Verslunaratvinnu.
- Verslunarskrár, firmu og prókúruumboð.
- Umboðssöluviðskipti.
- Starfsréttindi í iðnaði.
- Löggildingu starfsheita í tækni- og hönnunargreinum.
- Neytendamál, þar á meðal:
- Eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
- Vöruöryggi, þ.m.t. vörur unnar úr eðalmálmum.
- Neytendalán.
- Lausafjárkaup, fasteignakaup, neytendakaup og þjónustukaup, þ.m.t. málefni kærunefndar um lausafjár- og þjónustukaup.
- Samningarétt.
- Alferðir.
- Skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.
- Neytendasamninga.
- Mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
- Neytendastofu.
- Áfrýjunarnefnd um neytendamál.
3. gr.
Dómsmálaráðuneyti.
Dómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Ákæruvald, þar á meðal:
- Embætti ríkissaksóknara.
- Embætti héraðssaksóknara.
- Dómstóla, aðra en félagsdóm, þar á meðal:
- Dómstólaráð.
- Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómarastörf.
- Nefnd um dómarastörf.
- Réttarfar, þar á meðal:
- Meðferð einkamála.
- Meðferð sakamála.
- Endurupptökunefnd.
- Aðför, kyrrsetningu, lögbann og löggeymslu.
- Gjaldþrotaskipti, greiðslustöðvun og nauðasamninga.
- Nauðungarsölur.
- Lögbókandagerðir.
- Öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum.
- Réttaraðstoð, þar á meðal:
- Gjafsókn.
- Réttaraðstoð vegna nauðasamninga.
- Gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð.
- Refsirétt.
- Skaðabótarétt og sanngirnisbætur, þar á meðal:
- Bætur til þolenda afbrota, þ.m.t. málefni bótanefndar um greiðslu bóta til þolenda afbrota.
- Sanngirnisbætur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur.
- Skaðabætur utan samninga.
- Niðurjöfnunarmenn sjótjóns.
- Lögmenn, dómtúlka og skjalaþýðendur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar lögmanna.
- Birtingu laga og stjórnvaldserinda, þar á meðal:
- Lagasafn.
- Lögbirtingablað.
- Stjórnartíðindi.
- Eignarrétt og veðrétt, þar á meðal:
- Eignar- og afnotarétt fasteigna.
- Framkvæmd eignarnáms, er eigi ber undir annað ráðuneyti, þ.m.t. málefni matsnefndar eignarnámsbóta.
- Þinglýsingar.
- Landamerki.
- Landskipti.
- Fullnustu refsinga, þar á meðal:
- Fangelsi.
- Fangavist.
- Reynslulausn fanga og samfélagsþjónustu.
- Flutning dæmdra manna.
- Náðun, sakaruppgjöf og uppreist æru.
- Fangelsismálastofnun.
- Almannavarnir.
- Leit og björgun, þar á meðal:
- Samræmda neyðarsímsvörun.
- Vöktun innviða.
- Lögreglu og löggæslu, þar á meðal:
- Landamæravörslu.
- Gæslu landhelgi og fiskimiða.
- Skipströnd og vogrek.
- Framsal og afhendingu sakamanna.
- Schengen.
- Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
- Erfðaefnisskrá lögreglu.
- Öryggisþjónustu í atvinnuskyni.
- Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
- Embætti ríkislögreglustjóra.
- Lögreglustjóraembætti.
- Sjómælingar og sjókortagerð.
- Vopnamál.
- Áfengismál, sem ekki heyra undir annað ráðuneyti.
- Mannréttindi og mannréttindasáttmála.
- Sifjarétt, þar á meðal:
- Málefni barna, nema barnavernd, þ.m.t. ættleiðingar og brottnám.
- Hjúskap.
- Rannsókn á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn.
- Persónurétt og persónuvernd, þar á meðal:
- Lögræði.
- Mannanöfn og málefni mannanafnanefndar.
- Persónuvernd.
- Erfðarétt, lög um horfna menn og yfirfjárráð, skipti á dánarbúum.
- Kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.
- Trúmál, þar á meðal:
- Trúfélög.
- Þjóðkirkjuna, biskupsstofu og áfrýjunarnefnd í málefnum þjóðkirkjunnar.
- Bókasöfn prestakalla.
- Sóknargjöld.
- Kristnisjóð.
- Kirkjumálasjóð.
- Helgidagafrið.
- Lífsskoðunarfélög.
- Persónuskilríki, þ.m.t. vegabréf, önnur en diplómatísk.
- Ríkisborgararétt.
- Málefni útlendinga, að frátöldum atvinnuleyfum, þar á meðal:
- Útlendingastofnun.
- Kærunefnd útlendingamála.
- Happdrætti, veðmálastarfsemi, talnagetraunir og almennar fjársafnanir.
- Sýslumenn og hreppstjóra.
- Kosningar:
- Kjör til forseta Íslands, kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, þjóðaratkvæðagreiðslur og aðrar almannakosningar sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
- Fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra.
- Málefni sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
- Landhelgisgæslu Íslands.
4. gr.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Opinber fjármál að því marki sem þau eru ekki falin öðrum aðilum, þar á meðal:
- Stefnumörkun og áætlanagerð í opinberum fjármálum.
- Forsvar og gerð frumvarps til fjárlaga, fjáraukalaga og lokafjárlaga.
- Skuldbindingar fram yfir fjárlagaárið, þ.m.t. rekstrar- og þjónustusamninga.
- Almennt eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
- Sjóðstýringu.
- Lánsfjármál og lántökur.
- Ríkisaðstoð, ríkisábyrgðir og styrki til einkafyrirtækja, þ.m.t. framkvæmd laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.
- Reikningshald ríkisins.
- Fjársýslu ríkisins.
- Eignir ríkisins, þar á meðal:
- Fasteignir, verðbréf og hlutabréf og fyrirsvar þeirra, þ.m.t. hlutverk ráðherra samkvæmt ákvæði til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands, að því marki sem þær eignir eru ekki faldar öðrum.
- Húsnæðismál ríkisstofnana.
- Bifreiðamál ríkisstofnana.
- Opinberar framkvæmdir.
- Ríkisjarðir, land í eigu ríkisins og samninga vegna nýtingar vatns- og jarðhitaréttinda, náma og jarðefna á landi utan þjóðlendna.
- Jarðasjóð ríkisins.
- Bankasýslu ríkisins.
- Fasteignir ríkissjóðs.
- Framkvæmdasýslu ríkisins.
- Tekjuöflun ríkisins, þar á meðal:
- Skattamál, svo sem álagningu, uppgjör og aðra skattframkvæmd, skattrannsóknir og úrskurði í skattamálum, þ.m.t. málefni ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd.
- Tolla og vörugjöld, þ.m.t. tollgæslu og innheimtu opinberra gjalda og málefni tollstjóra.
- Aðrar tekjur ríkissjóðs, þ.m.t. arðgreiðslur, leigutekjur og ýmis gjöld.
- Starfsmannamál ríkisins, þar á meðal:
- Almenna stefnumótun í mannauðsmálum ríkisins og fræðslu.
- Launa- og kjaramál.
- Launavinnslu.
- Réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna.
- Kjararáð.
- Lífeyrismál, þar á meðal:
- Lífeyrismál starfsmanna ríkisins, forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.
- Skyldutryggingu lífeyrisréttinda.
- Starfsemi lífeyrissjóða, að því marki sem þau verkefni eru ekki falin öðrum.
- Viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað, þ.m.t. starfstengda eftirlaunasjóði.
- Skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð.
- Hagstjórn og fjármálastöðugleika, þar á meðal:
- Mat á þróun og horfum í efnahagsmálum og gerð þjóðhagsspár.
- Samhæfingu fjármála- og hagstjórnarstefnu fyrir hið opinbera.
- Vexti og verðtryggingu.
- Gjaldeyrismál.
- Meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.
- Setningu reglna um reikningsskil og ársreikning Seðlabanka Íslands skv. 4. mgr. 32. gr. laga um Seðlabanka Íslands.
- Fjárhagsleg samskipti við Seðlabanka Íslands í tengslum við eiginfjármarkmið bankans, ráðstöfun hagnaðar hans og samkomulag um nánari framkvæmd innköllunar skv. 34. gr. laga um Seðlabanka Íslands.
- Fjármálastöðugleikaráð.
- Fjármálamarkað, lagaumgjörð og eftirlit, þar á meðal:
- Fjármálafyrirtæki.
- Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
- Verðbréfamarkaði.
- Úrskurðarnefnd verðbréfamiðstöðva.
- Innstæðutryggingar.
- Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta.
- Vátryggingar og vátryggingastarfsemi.
- Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum.
- Viðlagatryggingu Íslands.
- Úrskurðarnefnd um viðlagatryggingu.
- Greiðslukerfi og greiðsluþjónustu.
- Skortsölu og skuldatryggingar.
- Viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
- Vátryggingasamstæður.
- Lánshæfismatsfyrirtæki.
- Evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
- Fjármálaeftirlitið.
- Almennar umbætur í ríkisrekstri, þar á meðal:
- Skipulag og stjórnarhætti í ríkisstarfsemi.
- Opinber innkaup og málefni Ríkiskaupa.
- Kærunefnd útboðsmála.
- Hagræðingu í ríkisrekstri og árangursstjórnun.
- Málefni upplýsingasamfélagsins.
- Önnur verkefni, þar á meðal:
- Kröfulýsingu í þjóðlendur.
- Verslun með áfengi og tóbak og málefni Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.
- Málefni og eigendaforsvar fjölþjóðlegra lánastofnana, annarra en þeirra sem fara með þróunaraðstoð, þ.m.t. gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum (NIB), Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF), þ.m.t. skipun í sjóðsráð skv. 2. málsl. 2. mgr. 21. gr. laga um Seðlabanka Íslands.
5. gr.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Fræðslumál, þar á meðal:
- Leikskóla.
- Grunnskóla.
- Framhaldsskóla.
- Háskóla.
- Tónlistarskóla.
- Framhaldsfræðslu og málefni Fræðslusjóðs.
- Listaskóla.
- Námskrárgerð.
- Námsgögn.
- Námsmat.
- Vinnustaðanámssjóð.
- Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
- Úrskurðarnefnd vegna kostnaðar við skólagöngu fósturbarna.
- Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
- Menntamálastofnun.
- Námsaðstoð, þar á meðal:
- Námslán.
- Námsstyrki.
- Lánasjóð íslenskra námsmanna.
- Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
- Námsstyrkjanefnd.
- Vísindamál, þar á meðal:
- Rannsóknastarfsemi, einkum á sviði grunnrannsókna.
- Vísindastarfsemi sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
- Opinberan stuðning við vísindastarfsemi.
- Umsýslu og undirbúning funda fyrir Vísinda- og tækniráð.
- Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum.
- Rannsóknamiðstöð Íslands.
- Safnamál, þar á meðal:
- Bókasöfn, utan bókasafna prestakalla, þ.m.t. Landsbókasafn Íslands.
- Skjalasöfn, þ.m.t. málefni Þjóðskjalasafns Íslands.
- Listasöfn, þ.m.t. málefni Listasafns Íslands.
- Minjasöfn, þ.m.t. Þjóðminjasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands.
- Safnasjóð.
- Menningarminjar, þar á meðal:
- Varðveislu menningararfs.
- Skil menningarverðmæta til annarra landa.
- Verndarsvæði í byggð.
- Minjastofnun Íslands.
- Listir og menningu, þar á meðal:
- Bókmenntir.
- Myndlist.
- Listskreytingar opinberra bygginga.
- Sviðslist.
- Tónlist, þ.m.t. málefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og málefni tónlistarsjóðs.
- Kvikmyndir, þ.m.t. málefni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands.
- Starfslaun listamanna.
- Stuðning við listir og kynningu íslenskrar listar innan lands og utan.
- Miðstöð íslenskra bókmennta og bókmenntasjóð.
- Listskreytingasjóð.
- Þjóðleikhúsið.
- Íslenska dansflokkinn.
- Höfundarétt, þar á meðal:
- Fylgiréttargjald samkvæmt höfundalögum og lögum um verslunaratvinnu.
- Úrskurðarnefnd höfundaréttarmála.
- Íslensk fræði, þar á meðal:
- Íslenska tungu.
- Íslenskt táknmál.
- Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Örnefni og bæjanöfn.
- Örnefnanefnd.
- Fjölmiðla, þar á meðal:
- Mynd- og hljóðmiðla.
- Netmiðla.
- Prentmiðla.
- Eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum.
- Ríkisútvarpið.
- Fjölmiðlanefnd.
- Ábyrgðarreglur og efnisréttindi á netinu, þ.m.t. höfundarétt.
- Íþróttamál, þar á meðal:
- Málefni þjóðarleikvanga.
- Frjáls félagasamtök.
- Sjóði.
- Íslenskar getraunir.
- Launasjóð stórmeistara í skák og málefni Skákskóla Íslands.
- Æskulýðsmál, þar á meðal:
- Æskulýðsráð ríkisins.
- Æskulýðssjóð.
- Frjáls félagasamtök.
- Lögvernduð starfsheiti, þar á meðal:
- Starfsréttindi bókasafns- og upplýsingafræðinga.
- Lögverndun starfsréttinda leik-, grunn- og framhaldsskólakennara.
- Starfsréttindi náms- og starfsráðgjafa.
- Viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
- Erlent samstarf á sviði menntunar, menningar og vísinda.
- Annað, þar á meðal:
- Félagsheimili.
- Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands.
- Grænlandssjóð.
6. gr.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Samgöngur í lofti, á láði og legi, þar á meðal:
- Flugvelli, vegi, hafnir, vita og sjóvarnir.
- Skipulag og uppbyggingu samgöngukerfisins.
- Viðhald og rekstur samgöngukerfisins.
- Farþegaflutninga, farmflutninga og almenningssamgöngur.
- Samgönguöryggi.
- Samgönguvernd.
- Samgönguáætlun.
- Rannsókn samgönguslysa, þ.m.t. málefni rannsóknarnefndar samgönguslysa.
- Samgöngutækjaskrár.
- Eftirlit með skráningu og búnaði samgöngutækja.
- Eftirlit með loftferðum og umferð ökutækja og skipa.
- Leiðsögu-, vöktunar-, upplýsinga- og eftirlitskerfi samgangna.
- Réttindamál fagaðila í skipum, loftförum og ökutækjum.
- Köfun.
- Slysavarnaskóla sjómanna.
- Lögskráningu sjómanna.
- Samgöngustofu.
- Vegagerðina.
- Fjarskipti, þar á meðal:
- Fjarskiptanet, þó ekki efni sem sent er á fjarskiptanetum.
- Fjarskiptaþjónustu, gagnaflutninga og fjarskiptarekstur.
- Fjarskiptavernd.
- Öryggi rafrænna samskipta og netöryggi.
- Lén og málefni netsins.
- Eftirlit með fjarskiptum.
- Fjarskiptasjóð.
- Póstþjónustu, póstrekstur og eftirlit með póstþjónustu.
- Póst- og fjarskiptastofnun og málefni úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.
- Sveitarstjórnarmál, þar á meðal:
- Stjórnsýslu og verkefni sveitarfélaga.
- Tekjustofna og fjármál sveitarfélaga.
- Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
- Mörk sveitarfélaga.
- Innheimtustofnun sveitarfélaga.
- Byggðamál, þar á meðal:
- Byggðaáætlun og sóknaráætlanir.
- Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.
- Svæðisbundna flutningsjöfnun.
- Byggðastofnun.
- Almannaskráningu og lögheimili, fasteignaskrá og fasteignamat, þar á meðal:
- Þjóðskrá Íslands.
- Yfirfasteignamatsnefnd.
7. gr.
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Náttúruvernd, þar á meðal:
- Líffræðilega fjölbreytni, svo sem verndun vistkerfa, búsvæða, tegunda og erfðaefnis, þ.m.t. í hafi.
- Vernd jarðmyndana.
- Verndarsvæði í hafi til varðveislu náttúruminja eða sérstakra vistkerfa á hafsbotni til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer með framkvæmd á.
- Friðlýst svæði, þ.m.t. málefni Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra þjóðgarða.
- Svæði sem njóta verndar samkvæmt sérlögum vegna náttúru eða landslags, þ.m.t. málefni Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.
- Sinubrennur og meðferð elds á víðavangi.
- Úrbætur og uppbyggingu á aðstöðu til móttöku ferðamanna í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum.
- Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
- Skógrækt, landgræðslu og varnir gegn landbroti, þar á meðal:
- Gróður- og jarðvegsvernd.
- Endurheimt vistkerfa, þ.m.t. votlendis.
- Landgræðslu ríkisins.
- Skógræktina.
- Eftirlit með timbri og timburvöru.
- Rannsóknir og skráningu upplýsinga um náttúru landsins, hafsins og hafsbotnsins, þar á meðal:
- Umhverfisrannsóknir og umhverfisvöktun.
- Rannsóknir á jarðrænum auðlindum á landi og á hafsbotni öðrum en olíu og ráðgjöf um nýtingu þeirra, þ.m.t. málefni Íslenskra orkurannsókna.
- Söfnun upplýsinga um umhverfis- og auðlindamál og sjálfbærni á norðurslóðum, þ.m.t. málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.
- Stjórn vatnamála og ráðgjöf um nýtingu vatns.
- Mengunarvarnir, þar á meðal:
- Hljóðvist.
- Mengun hafs og stranda, vatns og jarðvegs.
- Meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjald, þ.m.t. málefni Úrvinnslusjóðs.
- Fráveitur.
- Loftgæði.
- Umhverfisábyrgð.
- Loftslagsvernd, þar á meðal:
- Losun gróðurhúsalofttegunda.
- Viðskipti með losunarheimildir.
- Skráningarkerfi gróðurhúsalofttegunda og losunarheimilda.
- Hollustuhætti.
- Efni og efnavörur.
- Skipulagsmál, þar á meðal:
- Landsskipulagsstefnu.
- Skipulag haf- og strandsvæða.
- Skipulagsstofnun.
- Sjálfbæra þróun, þar á meðal:
- Stefnumörkun um sjálfbæra þróun og ráðgjöf um nýtingu auðlinda.
- Viðmið um sjálfbæra nýtingu auðlinda.
- Mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda.
- Upplýsingarétt um umhverfismál.
- Landupplýsingar og grunnkortagerð, þ.m.t. málefni Landmælinga Íslands.
- Mannvirki, þar á meðal:
- Eftirlit með mannvirkjum og gerð þeirra.
- Brunavarnir.
- Eftirlit með byggingarvörum.
- Eftirlit með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga í mannvirkjum.
- Mannvirkjastofnun.
- Veður og náttúruvá, þar á meðal:
- Veðurþjónustu.
- Vöktun á náttúruvá.
- Varnir gegn ofanflóðum.
- Rannsóknir og vöktun á vatnafari landsins.
- Rannsókn á orsökum ofanflóðs og afleiðingum þess ef manntjón hlýst af.
- Veðurstofu Íslands.
- Veiðistjórnun og alþjóðaverslun með villt dýr og plöntur, þar á meðal:
- Stjórnun veiða villtra fugla og villtra spendýra, annarra en sjávarspendýra.
- Vernd og friðun villtra dýra og villtra fugla.
- Alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu.
- Erfðabreyttar lífverur.
- Framkvæmd alþjóðasamninga um umhverfismál.
- Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
- Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.
- Umhverfisstofnun.
- Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
8. gr.
Utanríkisráðuneyti.
Utanríkisráðuneyti fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Utanríkismál, þar á meðal:
- Skipti forseta Íslands og annarra þjóðhöfðingja.
- Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur Íslands erlendis.
- Sendiráð og ræðisskrifstofur erlendra ríkja á Íslandi.
- Skipti við erlend ríki, þ.m.t. norræna samvinnu.
- Réttindi Íslendinga og íslenska hagsmuni erlendis.
- Samninga við önnur ríki og gerð þeirra og framkvæmd tiltekinna samninga, sbr. m.a. lög nr. 90/1994, 57/2000, 93/2008 og 58/2010.
- Aðild Íslands að alþjóðlegum samtökum, stofnunum, ráðstefnum og fundum er varða opinbera hagsmuni og eigi ber undir annað ráðuneyti samkvæmt ákvæðum þessa úrskurðar eða eðli máls. Friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana.
- Diplómatísk vegabréf, þjónustuvegabréf og áritun vegabréfa.
- Kynningu Íslands og íslenskra efna með öðrum þjóðum nema slík mál séu lögð til annars ráðuneytis.
- Íslandsstofu.
- Varnarmál, aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, samskipti og samstarf við erlend ríki, hermálayfirvöld og alþjóðastofnanir á sviði öryggis- og varnarmála, varnarsvæði, öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og önnur öryggissvæði, þ.m.t. skipulags- og mannvirkjamál, rekstur mannvirkja og eigna Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, þ.m.t. íslenska ratsjár- og loftvarnakerfið (IADS).
- Útflutningsverslun.
- Undirbúning og framkvæmd viðskiptasamninga.
- Skipti Íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök.
- Vörusýningar erlendis.
- Þróunarsamvinnu, friðargæslu og neyðarhjálp.
- Hafréttarmál.
9. gr.
Velferðarráðuneyti.
Velferðarráðuneyti fer með mál er varða:
- Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
- Félags- og fjölskyldumál, þar á meðal:
- Barnavernd.
- Barnaverndarstofu.
- Málefni fatlaðs fólks.
- Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
- Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
- Málefni aldraðra.
- Málefni innflytjenda og flóttafólks.
- Fjölmenningarsetur.
- Félagslega aðstoð.
- Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
- Félagsþjónustu sveitarfélaga.
- Ráðgjöf og úrræði vegna fjármála heimilanna, þ.m.t. greiðsluaðlögun einstaklinga.
- Umboðsmann skuldara.
- Ættleiðingarstyrki.
- Orlof húsmæðra.
- Almannatryggingar, þar á meðal:
- Lífeyristryggingar og eftirlaun aldraðra.
- Tryggingastofnun ríkisins.
- Sjúkratryggingar.
- Sjúklingatryggingu.
- Slysatryggingar.
- Sjúkratryggingastofnun.
- Fjárhagsaðstoð við lifandi líffæragjafa.
- Heilbrigðisþjónustu, þar á meðal:
- Heilsugæslu.
- Sjúkrahús.
- Heilbrigðisstofnanir.
- Sérhæfða heilbrigðisþjónustu utan stofnana.
- Endurhæfingarstarfsemi og meðferðarstofnanir.
- Lyf.
- Ávana- og fíkniefni.
- Lækningatæki.
- Lyfjastofnun.
- Lyfjagreiðslunefnd.
- Tæknifrjóvgun.
- Sjúkraskrár og gagnasöfn á heilbrigðissviði.
- Réttindi sjúklinga.
- Starfsréttindi í heilbrigðisþjónustu.
- Embætti landlæknis.
- Heyrnar- og talmeinastöð.
- Hjúkrunarheimili.
- Dvalarheimili.
- Dagdvöl aldraðra.
- Framkvæmdasjóð aldraðra.
- Lýðheilsu og forvarnir, þar á meðal:
- Heilsueflingu.
- Áfengis- og vímuvarnir.
- Slysavarnir.
- Sóttvarnir.
- Tóbaksvarnir.
- Geislavarnir.
- Geislavarnir ríkisins.
- Lífvísindi og lífsiðfræði, þar á meðal:
- Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
- Vísindasiðanefnd.
- Lífsýnasöfn.
- Líffæragjafir og líffæraígræðslu.
- Ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar.
- Húsnæðismál, þar á meðal:
- Húsnæðislán.
- Greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga.
- Greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.
- Íbúðalánasjóð.
- Húsaleigumál.
- Húsnæðisbætur.
- Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög.
- Almennar íbúðir.
- Húsnæðissjálfseignarstofnanir.
- Húsnæðismálasjóð.
- Fjöleignarhús.
- Frístundabyggð.
- Kærunefnd húsamála.
- Vinnumál, þar á meðal:
- Réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
- Starfsmannaleigur.
- Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
- Vinnueftirlit ríkisins.
- Vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
- Félagsdóm.
- Vinnumarkaðsaðgerðir.
- Sáttastörf í vinnudeilum.
- Ríkissáttasemjara.
- Atvinnuleysistryggingar.
- Atvinnutengda starfsendurhæfingu.
- Atvinnuréttindi útlendinga.
- Ábyrgð á launum við gjaldþrot.
- Fæðingar- og foreldraorlof.
- Vinnumálastofnun.
- Félagsmálaskóla alþýðu.
- Jafnréttismál, þar á meðal:
- Jafnrétti kynjanna.
- Jafnréttisstofu.
- Kærunefnd jafnréttismála.
- Jafnrétti á vinnumarkaði.
- Jafnréttissjóð Íslands.
- Annað, þar á meðal:
- Græðara.
- Kynáttunarvanda.
- Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
- Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
- Úrskurðarnefnd velferðarmála.
10. gr.
Ágreiningur.
Málefni sem eigi er getið í 1.–9. gr. skulu lögð til ráðuneytis þar sem þau eðli sínu samkvæmt eiga heima.
Nú leikur vafi á um, eða ágreiningur rís um, hvaða ráðuneyti skuli með mál fara og sker forsætisráðherra þá úr.
11. gr.
Gildistaka.
Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma falla úr gildi ákvæði eldri forsetaúrskurðar nr. 15 frá 7. apríl 2017 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Gjört á Bessastöðum, 30. nóvember 2017.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Katrín Jakobsdóttir.
|