1. gr.
23. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Skýrslur frá hafnsögumönnum og hafnaryfirvöldum.
- Hafnsögumenn, sem starfa við að leggja skipum að eða frá bryggju eða starfa um borð í skipum á leið til hafnar á Íslandi eða sigla milli hafna innanlands, skulu upplýsa Samgöngustofu tafarlaust, eins og við á, ef þeir komast að því við dagleg skyldustörf sín að um sé að ræða greinilegan vanbúnað þannig að það gæti ógnað öryggi skipsins á siglingu eða stefnt sjávarumhverfi í hættu.
- Hafi hafnaryfirvöld eða -aðilar komist að því við dagleg skyldustörf sín að skip í höfn þeirra sé greinilega vanbúið með þeim hætti að það gæti ógnað öryggi skipsins eða stefnt sjávarumhverfi í ótilhlýðilega hættu skulu þau tafarlaust tilkynna það til Samgöngustofu.
- Hafnsögumenn og hafnaryfirvöld eða -aðilar skulu tilkynna a.m.k. eftirfarandi upplýsingar á rafrænu formi þegar unnt er:
- upplýsingar um skipið (nafn, IMO-auðkennisnúmer, kallmerki og fáni),
- upplýsingar um siglingu þess (síðasta viðkomuhöfn, ákvörðunarhöfn),
- lýsingu á greinilegum vanbúnaði um borð.
- Samgöngustofa skal grípa til viðeigandi aðgerða til eftirfylgni ef hafnsögumenn og hafnaryfirvöld eða -aðilar tilkynna um greinilegan vanbúnað og skal stofnunin skrá upplýsingar um þær aðgerðir sem gripið var til.
2. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 14. gr., sbr. 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 29. ágúst 2018.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Björn Freyr Björnsson.
|