Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 181/2024

Nr. 181/2024 30. janúar 2024

FYRIRMÆLI
landskjörstjórnar um skilríki umboðsmanna við kosningar.

Skilríki umboðsmanna og aðstoðarmanna þeirra eru gefin út af yfirkjörstjórnum kjördæma og yfirkjörstjórnum sveitarfélaga eftir því sem við á.

Á skilríkjunum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:

  1. Nafn umboðsmanns/aðstoðarmanns.
  2. Heiti framboðs sem umboðsmaður/aðstoðarmaður starfar fyrir.
  3. Heiti kjördæmis eða sveitarfélags í kosningum til sveitarstjórna.
  4. Útgefandi skilríkis, þ.e. hvaða yfirkjörstjórn gefur það út.
  5. Undirritun útgefanda.
  6. Til hvaða kosninga skírteinið taki til og dagsetning kjördags.

Skilríkin skulu vera þannig gerð að umboðsmenn/aðstoðarmenn geti borið þau, t.d. sem barm­merki eða í plastvasa sem hengja má um hálsinn. Landskjörstjórn lætur í té fyrirmynd af skil­ríkjum.

Í gerðabók skal bóka um heiti umboðsmanns/aðstoðarmanns og heiti framboðs.

Fyrirmæli þessi eru sett samkvæmt 3. mgr. 53. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

 

Landskjörstjórn, 30. janúar 2024.

 

Kristín Edwald.

  Arnar Kristinsson.   Ebba Schram.
  Hulda Katrín Stefánsdóttir. Magnús Karel Hannesson.

Ástríður Jóhannesdóttir
framkvæmdastjóri.      


B deild - Útgáfud.: 15. febrúar 2024