Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 593/2022

Nr. 593/2022 28. apríl 2022

REGLUR
um breytingar á reglum nr. 413/2006 um val á nemendum til náms í hjúkrunarfræði við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

1. gr.

Heiti reglnanna verður eftirfarandi:

Reglur um val á nemendum til náms í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri.

 

2. gr.

Sú breyting verður á 5. tölul. 1. gr. reglnanna að í stað orðsins „heilbrigðisvísindasviðs“ kemur: hjúkrunarfræðideildar.

 

3. gr.

9. tölul. 1. gr. reglnanna orðast svo:

Hafi nemendur, sem öðlast hafa rétt til setu á vormisseri 1. námsárs, ekki staðfest fyrir lok fyrsta dags í janúar að þeir muni þiggja sætin, skal þeim sem hæstu meðaleinkunn hafa meðal brott­fallinna nemenda boðin sætin, skv. 7. og 8. tölulið 1. gr. reglna þessara.

 

4. gr.

Sú breyting verður á 10. tölul. 1. gr. reglnanna að í stað orðsins „heilbrigðisvísindasvið“ kemur: hjúkrunarfræðideild.

 

5. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar voru í háskólaráði, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

 

Háskólanum á Akureyri, 28. apríl 2022.

 

Eyjólfur Guðmundsson rektor.


B deild - Útgáfud.: 23. maí 2022