1. gr.
Heiti reglnanna verður eftirfarandi:
Reglur um val á nemendum til náms í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri.
2. gr.
Sú breyting verður á 5. tölul. 1. gr. reglnanna að í stað orðsins „heilbrigðisvísindasviðs“ kemur: hjúkrunarfræðideildar.
3. gr.
9. tölul. 1. gr. reglnanna orðast svo:
Hafi nemendur, sem öðlast hafa rétt til setu á vormisseri 1. námsárs, ekki staðfest fyrir lok fyrsta dags í janúar að þeir muni þiggja sætin, skal þeim sem hæstu meðaleinkunn hafa meðal brottfallinna nemenda boðin sætin, skv. 7. og 8. tölulið 1. gr. reglna þessara.
4. gr.
Sú breyting verður á 10. tölul. 1. gr. reglnanna að í stað orðsins „heilbrigðisvísindasvið“ kemur: hjúkrunarfræðideild.
5. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar voru í háskólaráði, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskólanum á Akureyri, 28. apríl 2022.
Eyjólfur Guðmundsson rektor.
|