1. gr.
Almennt.
Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs. (UTU) innheimtir gjald skv. gjaldskrá þessari fyrir móttöku og hreinsun seyru, sbr. 5. mgr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
2. gr.
Móttökugjöld á Seyrustöðum að Flatholti 2, Flúðum.
Móttökugjald á verkaðri seyru er 41 kr. + vsk. pr. kg.
Eingöngu er tekið við seyru frá bílum þar sem búið er að láta vatn síga. Ef skilað er inn seyru þar sem vatn hefur ekki verið látið síga þá bætist við aukagjald á bíl 38.500 kr. er verður innheimt af viðkomandi verktaka.
3. gr.
Hreinsunargjald vegna tæmingar rotþróa fyrir íbúðarhús á starfssvæði UTU.
Aðildarsveitarfélög UTU greiða 550 kr. á hvern ekinn km vegna reksturs hreinsibifreiðar til og frá Seyrustöðum og að rotþró. Rotþró undir 6 m³: 44.013 kr. á rotþró auk 550 kr. á hvern ekinn km. Rotþró yfir 6 m³: 44.013 kr. og 5.996 kr. á m³ umfram 6 m³ auk 550 kr. á hvern ekinn km. Að auki er greitt móttökugjald fyrir hvert kg seyrunnar skv. 2. gr. gjaldskrár þessarar. Rotþrær íbúðarhúsa eru tæmdar á þriggja ára fresti.
4. gr.
Hreinsunargjald vegna tæmingar rotþróa fyrir sumarhús á starfssvæði UTU.
Aðildarsveitarfélög UTU greiða 550 kr. á hvern ekinn km vegna reksturs hreinsibifreiðar til og frá Seyrustöðum og að rotþró. Rotþró undir 6 m³: 44.013 kr. á rotþró auk 550 kr. á hvern ekinn km. Rotþró yfir 6 m³: 44.013 kr. og 5.996 kr. á m³ umfram 6 m³ auk 550 kr. á hvern ekinn km. Að auki er greitt móttökugjald fyrir hvert kg seyrunnar skv. 2. gr. gjaldskrár þessarar. Rotþrær sumarhúsa eru tæmdar á fimm ára fresti.
5. gr.
Hreinsunargjald vegna tæmingar rotþróa fyrirtækja og annarra fasteigna en íbúðar- og sumarhúsa á starfssvæði UTU sem greiða rotþróargjald.
Aðildarsveitarfélög UTU greiða 550 kr. á hvern ekinn km vegna reksturs hreinsibifreiðar til og frá Seyrustöðum og að rotþró. Rotþró undir 6 m³: 44.013 kr. á rotþró auk 550 kr. á hvern ekinn km. Rotþró yfir 6 m³: 44.013 kr. og 5.996 kr. á m³ umfram 6 m³ auk 550 kr. á hvern ekinn km. Að auki er greitt móttökugjald fyrir hvert kg seyrunnar skv. 2. gr. gjaldskrár þessarar. Rotþrær fyrirtækja og annarra fasteigna en íbúðar- og sumarhúsa á starfsvæði aðildarsveitarfélaganna sem greiða rotþróargjald eru tæmdar á þriggja ára fresti.
6. gr.
Aukalosun.
Komi fram beiðni um aukalosun eða ef nauðsynlegt er að tæma rotþró sértaklega, skal greiða samkvæmt reikningi frá verktaka. Að auki er greitt móttökugjald fyrir hvert kg seyrunnar skv. 2. gr. gjaldskrár þessarar.
Ef UTU samþykkir og hefur tök á að sinna aukalosun með eigin bifreið skulu gjöldin vera eftirfarandi: Aukalosanir á rotþró í tengslum við aðra hreinsun: Rotþró undir 6 m³: 44.013 kr. á rotþró auk 550 kr. á hvern ekinn km. Rotþró yfir 6 m³: 44.013 kr. og 5.996 kr. á m³ umfram 6 m³ auk 550 kr. á hvern ekinn km.
Aukalosanir á rotþró sem sérferð: Rotþró undir 6 m³: 96.850 kr. á rotþró og 550 kr. á hvern ekinn km. Rotþró yfir 6 m³: 96.850 kr. og 5.996 kr. á m³ umfram 6 m³ auk 550 kr. á hvern ekinn km. Húseigandi þarf að greiða að fullu fyrir aukalosun, óski hann eftir henni.
7. gr.
Aðgengi að rotþróm.
Rotþró þarf að vera sýnileg og vel merkt.
Aðgengi fyrir hreinsibifreið að rotþró þarf að vera tryggt og miðað er að við fjarlægð sé ekki meiri en 30 metrar. Ef fjarlægð fer yfir 50 metra er ekki unnt að hreinsa viðkomandi rotþró.
Sé ekki hægt að hreinsa rotþró í reglubundinni yfirferð þar sem aðgengi er ekki tryggt eða rotþró ekki sýnileg og vel merkt, þarf húseigandi að greiða að fullu fyrir aukalosun skv. 6. gr., óski hann eftir aukalosun.
8. gr.
Önnur ákvæði.
Virðisaukaskattur samkvæmt gildandi reglum um virðisaukaskatt bætist við gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari miðað við gildandi reglur á hverjum tíma hjá öðrum aðilum en aðildarsveitarfélögunum.
Gerð er krafa um að seyra sem móttekin er á Seyrustöðum sé eins hrein og kostur er og að aðskotahlutir fylgi ekki með. Ef þarf að hreinsa seyru vegna aðskotahluta er heimilt að innheimta 25% álag á móttökugjaldskrá.
Almennt er móttaka á Seyrustöðum háð tíðar- og veðurfari varðandi afsetningu á seyru og UTU er ekki skuldbundið til að móttaka seyru nema hægt sé að koma henni í afsetningu.
Gjaldskrá þessi sem samþykkt var í stjórn Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs. 25. júní 2024, er sett með vísan til 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gjaldskráin gildir frá birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Laugarvatni, 25. júní 2024.
Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri.
|