Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1238/2021

Nr. 1238/2021 30. september 2021

AUGLÝSING
um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla.

1. gr.

Með vísan til 24. og 25. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, með áorðnum breytingum, stað­festir mennta- og menningarmálaráðherra hér með breytingar á aðalnámskrá grunnskóla sem miða að því að tryggja börnum með annað tungumál en íslensku og öðrum fjöltyngdum börnum betri menntun sem undirbýr þau undir önnur skólastig og virka þátttöku í samfélaginu.

Breytingar voru gerðar á undirkafla 19.3 ásamt því að viðbótarköflum var bætt við 7. kafla um nám og kennslu, eða kafla 7.12, 7.13 og 7.14 um menningarfærni, móttöku og fjöltyngi, sem birtar eru sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

 

2. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 30. september 2021.

 

Lilja D. Alfreðsdóttir.

Páll Magnússon.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 4. nóvember 2021