1. gr.
Dúnmatsmenn skulu fá greidda þóknun fyrir gæðamat á æðardúni sem hér segir:
Grunngjald fyrir hverja heimsókn/útkall kr. 10.384.
Auk grunngjalds reiknast kr. 489 fyrir hvert metið kíló af fullhreinsuðum æðardúni.
2. gr.
Þurfi dúnmatsmenn að aka sérstaklega á matsstað, skulu þeim greiddir aksturspeningar í samræmi við auglýsingu ferðakostnaðarnefndar nr. 1/2023, um akstursgjald ríkisstarfsmanna, með síðari breytingum.
3. gr.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 3. gr. laga um gæðamat á æðardúni nr. 52/2005 og öðlast þegar gildi.
Við gildistöku þessarar gjaldskrár fellur úr gildi gjaldskrá fyrir gæðamat á æðardúni nr. 344/2021.
Matvælaráðuneytinu, 13. júní 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.
|