1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „skrifstofu rektors“ í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. kemur: rektor.
- Orðin „og setur honum erindisbréf“ í 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. falla brott.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:
- Á eftir orðinu „rannsóknaráætlun“ í 1. málsl. a-liðar 2. mgr. 5. gr. bætast við orðin: fjárhagsáætlun og.
- Í stað orðsins „hann“ í 2. málsl. b-liðar 2. mgr. 5. gr. kemur: hún.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglnanna:
- Á undan orðinu „eða“ í 3. málsl. a-liðar 1. mgr. 7. gr. bætist við: og/.
- Í stað orðanna „hafa lokið doktorsprófi“ í 6. málsl. a-liðar 1. mgr. 7. gr. kemur: uppfylla ofangreindar kröfur.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglnanna:
- Orðin „á þar til gerðum eyðublöðum“ í 4. málsl. 2. mgr. 9. gr. falla brott.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglnanna:
- Á eftir orðinu „skriflega“ í 1. málsl. 2. mgr. 10. gr. bætast við orðin: beiðni um.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. reglnanna:
- 3. málsl. 1. mgr. 13. gr. „Viðmið eru birt í Handbók doktorsnáms“ fellur brott.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglnanna:
- Orðin „á þar til gerðu eyðublaði“ í 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. falla brott.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglnanna:
- Orðin „og a.m.k. annar þeirra við viðurkenndan háskóla erlendis“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. falla brott.
9. gr.
Reglur þessar sem samþykktar voru í háskólaráði 21. mars 2024 eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna nr. 694/2022 fyrir Háskólann á Akureyri. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskólanum á Akureyri, 21. mars 2024.
Eyjólfur Guðmundsson rektor.
|