Stekkjarbakki Þ73. Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur, þann 19. nóvember 2019, breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Um er að ræða breytingu á skipulagi svæðisins norðan Stekkjarbakka þar sem er skilgreint opið svæði og þróunarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í tillögunni eru skilgreindar nýjar lóðir, byggingarreitir og hámarksbyggingarmagn á svæðinu. Sýndar eru nýjar aðkomur inn á svæðið og fjöldi bílastæða skilgreindur. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.
Gullslétta 6. Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, þann 14. nóvember 2019, breytingu á deiliskipulagi fyrir Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6 við Gullsléttu. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til norðausturs um 7 metra og verður 3 metra frá lóðarmörkum. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 22. nóvember 2019.
Björn Axelsson.
|