1. gr.
Gjaldskrá Íþróttahúss Háskóla Íslands.
Húsið er opið mánudaga-fimmtudaga kl. 7.00 til kl. 22.00; föstudaga kl. 7.00 til kl. 20.00 og laugardaga kl. 8.00 til kl. 18.00. Lokað er á sunnudögum.
Gjald vegna árskorta |
12.000 kr. |
Leiga á sal |
3.000 kr. í 45 mín. á dagtíma, kl. 7.00 til kl. 17.00 |
Leiga á sal |
4.000 kr. í 45 mín. á kvöldin kl. 17.00 til kl. 22.00 |
|
(til kl. 20.00 á laugardögum) |
Grunnur að gjaldskránni er kostnaður við rekstur Íþróttahúss háskólans. Gjöldin standa undir hluta af kostnaði sem til fellur vegna umsjónar og umsýslu húsnæðis, endurnýjunar á búnaði og greiðslna fyrir kennslu í húsinu o.fl.
2. gr.
Leiga á kennslustofum og annarri aðstöðu í byggingum Háskóla Íslands.
Gjaldskrá vegna leigu á kennslustofum. Miðað er við fyrstu 2 klst. sem stofur eru leigðar:
Fjöldi sæta |
Grunngjald |
Hver klst. umfram 2 |
19 eða færri |
9.200 kr. |
3.500 kr. |
20-29 |
11.500 kr. |
4.600 kr. |
30-39 |
13.800 kr. |
5.800 kr. |
40-59 |
16.100 kr. |
6.900 kr. |
60-89 |
23.000 kr. |
9.200 kr. |
90-119 |
28.800 kr. |
10.000 kr. |
120-149 |
33.000 kr. |
11.500 kr. |
150-200 |
40.500 kr. |
13.800 kr. þm.t. Hátíðarsalur |
201-300 |
52.000 kr. |
17.300 kr. |
Ef bókun er vegna starfsemi á vegum Háskóla Íslands er veittur 25% afsláttur frá gjaldskrá. Bókanir um helgar bera 20% álag.
Grunnur að gjaldskránni eru laun, kostnaður við umsýslu, rekstur húsnæðis, öryggisgæslu, ræstingu o.þ.h. Gjöldin standa undir hluta af kostnaði sem til fellur vegna útleigu.
3. gr.
Leiga á aðstöðu í byggingum Háskóla Íslands til kvikmyndatöku.
Gjaldskrá vegna leigu á aðstöðu í byggingum háskólans til kvikmyndatöku. Leiga fyrir allt að 4 klst. er 60.000 kr. og 100.000 kr. fyrir allt að 8 klst. Umsjónarmaður verður á svæðinu sem sinnir eftirliti með vinnu við tökur ásamt því að veita aðgang að umbeðnum rýmum og lítils háttar aðstoð sem viðkemur húsnæðinu. Útleiga er háð samþykki rektorsskrifstofu hverju sinni.
Grunnur að gjaldskránni eru laun, kostnaður við umsýslu, rekstur húsnæðis, ræstingu o.þ.h. Gjöldin standa undir hluta af kostnaði sem til fellur vegna útleigu.
4. gr.
Veislusalur í Litla torgi.
Fastráðnum starfsmönnum Háskóla Íslands og tengdum stofnunum gefst kostur á að leigja Litla torg fyrir einkasamkvæmi til kl. 21.00 á virkum dögum og til kl. 17.00 á laugardögum. Ef óskað er eftir leigu utan opnunartíma bygginga þarf að greiða fyrir opnun og lokun á byggingu. Leiga fyrir allt að 4 klst. er 40.000 kr. og 80.000 kr. fyrir allt að 8 klst.
Grunnur að gjaldskránni eru laun, kostnaður við umsýslu, rekstur húsnæðis, öryggisgæslu, ræstingu o.þ.h. Gjöldin standa undir hluta af kostnaði sem til fellur vegna útleigu.
5. gr.
Fræðimanna- og gestaherbergi í Sögu.
Einfalt herbergi 25 m² |
7.500 kr. nóttin |
Herbergi með eldhúsi 25 m² |
9.500 kr. nóttin |
Herbergi með eldhúsi og samtengdu herbergi |
12.750 kr. nóttin |
Ef bókun er vegna notkunar á vegum fræðasviða Háskóla Íslands er veittur 25% afsláttur frá gjaldskrá. Fast þjónustugjald 7.500 kr. fylgir hverri bókun. Herbergi eru þrifin eftir brottför, en ekki meðan á dvöl stendur.
Önnur gjöld:
Gjald ef afbókað er með minna en 7 daga fyrirvara |
Þrjár nætur greiddar |
Síðbúin brottför |
Greitt fyrir eina nótt |
Aukin þrif fyrir lengri dvöl (þ.m.t. hrein handklæði og rúmföt) |
7.500 kr. |
Útkall (ef gestur læsir sig úti utan vinnutíma umsjónarmanna HÍ) |
9.000 kr. |
Grunnur að gjaldskránni eru laun, kostnaður við umsýslu, rekstur húsnæðis, öryggisgæslu, ræstingu o.þ.h. Gjöldin standa undir hluta af kostnaði sem til fellur vegna útleigu.
6. gr.
Upplýsingar og leiðbeiningar.
Upplýsingar og leiðbeiningar um bókanir, almennan opnunartíma bygginga, bókanir á kennslustofum og annarri aðstöðu í byggingum HÍ, húsreglur, staðsetningu bygginga o.fl. er að finna á vefsvæði Háskóla Íslands undir fyrirsögninni „Húsnæði og aðstaða“.
Leigugreiðslur frá aðilum utan Háskóla Íslands skulu vera fjárhagslega afmarkaðar frá öðrum rekstri húsnæðis og þess gætt að sú þjónusta sem veitt er sé ekki niðurgreidd með öðrum tekjum. Gjaldtaka fyrir útleigu á stofum og annarri aðstöðu í byggingum háskólans, samkvæmt þessum reglum, til aðila utan háskólans skal taka mið af almennu markaðsverði sambærilegra leigukosta. Um stjórnunar- og aðstöðugjald fer eftir ákvæðum 73. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
7. gr.
Um greiðslu virðisaukaskatts.
Ekki skal lagður virðisaukaskattur á útleigu á sal í Íþróttahúsi Háskóla Íslands. Útleiga á kennslustofum/aðstöðu í byggingum HÍ til starfsmanna og nemenda vegna kennslu- og menntastarfsemi skal vera án virðisaukaskatts. Virðisaukaskattur leggst hins vegar á útleigu á kennslustofum/aðstöðu í byggingum HÍ til nemenda og kennara sem ekki tengist kennslu- og menntastarfsemi. Virðisaukaskattur leggst á útleigu á fræðimanna- og gestaherbergjum í Sögu. Virðisaukaskattur leggst á útleigu á aðstöðu í byggingum Háskóla Íslands til aðila utan skólans.
8. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 11. nóvember 2024.
Jón Atli Benediktsson.
|