Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
385/2020

Nr. 385/2020 7. apríl 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 290/2009, um fyrirkomulag og eftirlit með tímabundnum útgreiðslum séreignarsparnaðar.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo:
       Á tímabilinu 1. apríl 2020 til 1. janúar 2021 er vörsluaðilum séreignarsparnaðar heimilt að hefja útgreiðslu séreignarsparnaðar eftir því sem nánar er mælt fyrir um í ákvæði þessu.
  2. 2. mgr. orðast svo:
       Heimilt er á því tímabili sem tilgreint er í 1. mgr. að hefja útborgun innstæðu séreignar­sparnaðar rétthafa, ásamt vöxtum, að fjárhæð sem þann 1. apríl 2020 nam samanlagt allt að 12.000.000 kr. óháð því hvort samanlagður séreignarsparnaður sé í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila. Skal sú fjárhæð greiðast út með jöfnun mánaðarlegum greiðslum, að frá­dreginni staðgreiðslu, samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, í 15 mánuði frá því að beiðni um útgreiðslu er lögð fram hjá vörsluaðila. Útgreiðslutími styttist hlutfalls­lega ef um lægri útgreiðslu en 12.000.000 kr. er að ræða.
  3. Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 4. mgr. kemur: Skattsins.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins „ríkisskattstjóri“ í 1.-3. mgr. kemur: Skatturinn.
  2. Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 2. og 4. mgr. kemur: Skattinum.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í ákvæði til bráðabirgða VIII við lög nr. 129/1997, um skyldu­tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 7. apríl 2020.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Anna V. Ólafsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 27. apríl 2020