Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 628/2023

Nr. 628/2023 9. júní 2023

REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 228/2023 um hrognkelsaveiðar árið 2023.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Veiðisvæði og veiðitímabil.

Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 45 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiði­svæði og veiðitímabil eins og hér greinir:

  1. Faxaflói, frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V að línu rétt­vísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V. Innan veiði­tímabils­ins frá og með 20. mars til og með 12. ágúst.
  2. Breiðafjörður, svæði 1 frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V að línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V. Innan veiði­tímabilsins frá og með 20. mars til og með 30. júní. Breiðafjörður, svæði 2 innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar 64°58,30 N 023°21,40 V í Lambanes vestan Vatnsfjarðar 65°29,30 N 023°12,60 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 20. maí til og með 12. ágúst.
  3. Vestfirðir, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum 65°30,20 N 024°32,10 V að línu rétt­vísandi norður frá Horni 66°27,40 N 022°24,30 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 12. ágúst.
  4. Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni 66°27,40 N 022°24,30 V að línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 12. ágúst.
  5. Norðurland, frá línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V að línu rétt­vísandi austur frá Fonti á Langanesi 66°22,70 N 014°31,90 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 12. ágúst.
  6. Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi 66°22,70 N 014°31,90 V að línu réttvísandi austur frá Hvítingum 64°23,90 N 014°28,00 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 12. ágúst.
  7. Suðurland, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum 64°23,90 N 014°28,00 V að línu rétt­vísandi vestur frá Garðskagavita 64°04,90 N 022°41,40 V. Innan veiðitímabilsins frá og með 20. mars til og með 12. ágúst.

Óheimilt er að stunda veiðar með rauðmaganetum frá 16. júní til 31. desember.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 9. júní 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 19. júní 2023