Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 65/2022

Nr. 65/2022 11. janúar 2022

REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, nr. 800/2015.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, í réttri númeraröð:

  1.18 Framkvæmdarákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/2144 frá 17. desember 2020 um breyt­ingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgiskjal 1.18.
  1.19 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2021/1866 frá 22. október 2021 um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgi­skjal 1.19.
  1.20 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2021/2181 frá 9. desember 2021 um breytingu ákvörðunar 2010/788/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, sbr. fylgi­skjal 1.20.
  2.19 Framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2020/2133 frá 17. desember 2020 um fram­kvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þving­unar­­aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýð­stjórnar­­lýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.19.
  2.20 Reglugerð ráðsins (ESB) 2021/1863 frá 22. október 2021 um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.20.
  2.21 Framkvæmdareglugerð ráðsins (ESB) 2021/2177 frá 9. desember 2021 um framkvæmd 9. gr. í reglugerð (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunar­aðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnar­lýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.21.
  2.22 Reglugerð ráðsins (ESB) 2021/2176 frá 9. desember 2021 um breytingu reglugerðar (EB) nr. 1183/2005 um að leggja á tilteknar, sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn aðilum sem brjóta vopnasölubannið varðandi Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, sbr. fylgiskjal 2.22.

 

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

 

Utanríkisráðuneytinu, 11. janúar 2022.

 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 26. janúar 2022