1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „þremur“ í 1. tölul. 1. málsl. 1. gr. kemur: tveimur.
- Í stað „ALM0176 Almenn sálfræði (6 ECTS) 33%“ í a-lið 1. tölul. 3. málsl. 1. gr. kemur: ISS1710 og undirstöður sálfræði (10 ECTS) 10/18, eða 55,6%.
- Í stað „SMA0176 Saga mannsandans (6 ECTS) 33,33%“ í b-lið 1. tölul. 4. málsl. 1. gr. kemur: TIS0178 Tilraunasálfræði (8 ECTS) 8/18, eða 44,4%.
- C-liður 1. tölul. 5. málsl. fellur brott.
- Í stað orðsins „öll“ í 1. tölul. 6. málsl. 1. gr. kemur: bæði.
- Í stað orðsins „hverju“ í 1. tölul. 8. málsl. 1. gr. kemur: hvoru.
- Á eftir „einkunnir nemenda“ í 1. tölul. 13. málsl. 1. gr. bætist við orðið: sem.
- 2. málsl. 4. tölul. 1. gr. reglnanna fellur brott.
2. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar voru í háskólaráði eru settar með stoð í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 40. gr. reglna nr. 694/2022 fyrir Háskólann á Akureyri, taka gildi frá 1. júlí 2024.
Háskólanum á Akureyri, 29. febrúar 2024.
Eyjólfur Guðmundsson rektor.
|