Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 228/2016

Nr. 228/2016 15. mars 2016

REGUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 990/2001, um greiðslu vaxtabóta, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin „og eignarskatt“ falla brott.
  2. Í stað orðanna „eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins“ kemur: búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum.
  3. Á eftir orðinu „skattframtali“ kemur: skv. 1. mgr. 90. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. tölul. 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna „Gjaldfallnir“ og „gjaldfallnar“ í 1. málsl. kemur: Greiddir; og: greiddar.
  2. Í stað orðanna „teljast gjaldfallin gengistöp“ í 2. málsl. kemur: telst greiddur gengismunur.

3. gr.

Í stað orðanna „hlut í almennri kaupleiguíbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins“ í 1. málsl. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: búseturétt samkvæmt lögum nr. 66/2003 og eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað 1.-3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta skv. 10. og 11. gr. miðast við fjárhæð vaxtagjalda, sbr. 6. gr., hjá hverjum framteljanda en geta þó ekki orðið hærri en sem nemur 7% af skuldum sem stofnað hefur verið til vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árslok.
  2. Í stað orðanna „eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð“ í 1. málsl. 4. tölul. 1. mgr. kemur: búseturétt samkvæmt lögum nr. 66/2003 og eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum.
  3. Í stað fjárhæðanna „494.752“, „649.544“ og „804.304“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 800.000; 1.000.000; og: 1.200.000.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað hlutfallsins „6%“ í 1. málsl. kemur: 8,5%.
  2. Í stað tilvísunarinnar „1., 3., 5. og 6.“ í 2. málsl. kemur: 1., 3., 4. og 5.
  3. Á eftir 3. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama á við um fólk sem sannanlega er í sambúð og heldur heimili saman þótt skilyrði til skráningar á sambúð séu ekki uppfyllt.
  4. Í stað fjárhæðanna „3.721.542“, „5.954.467“, „6.169.097“ og „9.870.555“ í 4. málsl. kemur: 4.000.000; 6.400.000; 6.500.000; og: 10.400.000.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað fjárhæðanna „169.541“, „218.042“ og „280.372“ í 1. málsl. kemur: 400.000; 500.000; og: 600.000.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „618“ í 3. málsl. kemur: 5.000.

7. gr.

Í stað 1. málsl. 3. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sé svo ástatt að einungis annað hjóna er skattskylt hér á landi skv. 1. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal ákvarða því vaxtabætur hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón, enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja. Ef engar upplýsingar liggja fyrir um tekjur þess maka sem er með lögheimili erlendis, reiknast vaxtabætur einungis hjá þeim maka sem hefur lögheimili hér á landi.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðunum „vaxtabóta skal“ í 1. málsl. kemur: skilað til ríkisskattstjóra og.
  2. 2. málsl. fellur brott.
  3. Í stað orðsins „skattstjóra“ í 5. málsl. kemur: ríkisskattstjóra.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað fjárhæðanna „123.696“, „162.386“ og „201.076“ í 1. mgr. kemur: 200.000; 250.000; og: 300.000.
  2. Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
  3. Í stað fjárhæðanna „42.385“, „54.511“ og „70.093“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 100.000; 125.000; og: 150.000.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna „mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: sinnum á ári.
  2. Í stað „1. ágúst“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 1. júlí.
  3. Í stað „1. nóvember“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 1. október.
  4. Í stað fjárhæðarinnar „618“ í 2. mgr. kemur: 5.000.

11. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna „Skattstjóri“, „skattstjóri“ og „Skattstjóri“ í 1., 2. og 3. málsl. kemur: Ríkis­skattstjóri; ríkisskattstjóri; og: Ríkisskattstjóri.
  2. 4. og 5. málsl. falla brott.
  3. Á eftir orðinu „ríkisskattstjóra“ í 6. málsl. kemur: um fyrirframgreiðslu vaxtabóta.

12. gr.

Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 20. gr. reglugerðarinnar kemur: ríkisskattstjóra.

13. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 15. mars 2016.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.


B deild - Útgáfud.: 15. mars 2016