Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 727/2021

Nr. 727/2021 7. júní 2021

REGLUR
um lausafjáráhættu lánastofnana.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um lánastofnanir, og samstæður þeirra, sem reikna lausafjárhlutfall í sam­ræmi við reglur um lausafjárhlutfall lánastofnana, nr. 266/2017, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Útreikningur á lausafjárhlutfalli.

Lánastofnun sem skylt er að reikna lausafjárhlutfall skv. 83. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, í samræmi við reglur um lausafjárhlutfall lánastofnana nr. 266/2017, skal, eftir því sem við á, fylgja ákvæðum reglugerða (ESB) sem tilgreindar eru í 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/233 frá 13. febrúar 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar gjaldmiðla þar sem skilgreining seðlabanka á hæfi tryggingar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, er afar þröng, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71-76. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 89-90.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2344 frá 15. desember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar gjaldmiðla með takmarkanir á tiltækileika lausafjáreigna í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71-76. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 91-93.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/709 frá 26. janúar 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina skilyrði fyrir beitingu undanþága varðandi gjaldmiðla með takmarkanir á tiltækileika lausafjáreigna, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71-76. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 82-86.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/208 frá 31. október 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla fyrir viðbótarútstreymi lausafjár sem samsvarar tryggingarþörfinni sem leiðir af áhrifum neikvæðra markaðsaðstæðna á afleiðuviðskipti stofnunar, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 71-76. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 69 frá 29. október 2020, bls. 87-88.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1230 frá 31. maí 2017 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla sem tilgreina nánar aukalegu hlutlægu viðmiðanirnar fyrir beitingu íviln­andi útstreymis- eða innstreymishlutfalls lausafjár vegna ónotaðra lána eða lausafjár­fyrirgreiðslu innan samstæðu eða stofnanaverndarkerfis, sem tekin var upp í EES samning­inn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2019 frá 29. mars 2019, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020, bls. 77-84.

Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2017/1230 í Stjórnartíðindum Evrópu­sambandsins (e. Official Journal of the European Union): https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32017R1230, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 177, þann 8. júlí 2017, bls. 7-10.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í f-lið 2. mgr. og f-lið 3. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, taka gildi þegar í stað.

 

Seðlabanka Íslands, 7. júní 2021.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri. 
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 22. júní 2021