1. gr.
Frá og með 18. ágúst 2017 eru strandveiðar 2017 bannaðar á svæði B, Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 322/2017, um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017.
2. gr.
Frá og með 18. ágúst 2017 eru strandveiðar 2017 bannaðar á svæði C, Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 322/2017, um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017.
3. gr.
Auglýsing þessi er gefin út með stoð í 2. mgr. 6. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, sbr. a. lið 2. gr. laga nr. 82/2013, um breytingu á þeim lögum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Fiskistofu, 18. ágúst 2017.
Þorsteinn Hilmarsson, sviðsstjóri þjónustu- og upplýsingasviðs.
Jón Valgeir Guðmundsson.
|