Með vísan til 6. gr. a. laga um fiskeldi, nr. 71/2008 og 9. gr. reglugerðar um fiskeldi, nr. 540/2020, staðfestast hér með tillögur Hafrannsóknastofnunar um áhættumat erfðablöndunar sem bárust ráðuneytinu með bréfi þann 11. maí 2020.
Tillögur Hafrannsóknastofnunar eru birtar sem fylgiskjal með auglýsingu þessari og taka þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. júní 2020.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jóhann Guðmundsson.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|