1. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að mæla fyrir um reglur og verklag fyrir örugga starfrækslu ómannaðra loftfarskerfa (UA-kerfa) í U-rýmis loftrými (einnig kallað U-rými), fyrir örugga samþættingu UA-kerfa við aðra starfsemi í loftrýminu og fyrir veitingu U-rýmis þjónustu.
2. gr.
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/664 frá 22. apríl 2021 um regluramma fyrir U-rými, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 943–965.
3. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 188. gr. laga um loftferðir, nr. 80/2022, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 21. nóvember 2024.
F. h. r.
Árni Freyr Stefánsson.
|