Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 907/2020

Nr. 907/2020 17. september 2020

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 864/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. reglugerðar þessarar skulu skemmtistaðir og krár, sbr. 18. gr. reglu­gerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, í Reykjavíkurborg, Seltjarnar­nes­bæ, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavogsbæ vera lokuð á tímabilinu frá og með 18. september 2020 til og með 21. september 2020.

Í þeim tilvikum þar sem fleiri tegundir veitingastaða eru skráðar í rekstrarleyfi er heimilt að starfa áfram í samræmi við aðrar tegundir en kveðið er á um í 1. mgr. með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í 6. gr.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 17. september 2020.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 17. september 2020