Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 426/2020

Nr. 426/2020 21. apríl 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 940/2018 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæður.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) 2017/1542 frá 8. júní 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2015/35 að því er varðar útreikning á lögbundnum gjaldþolskröfum fyrir tiltekna flokka eigna í eigu vátrygginga- og endurtryggingafélaga (innviða­fyrirtæki), sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2019 frá 14. júní 2019, skal gilda hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi ESB nr. 16/2020 frá 12. mars 2020, bls. 45-52.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 103. gr. laga um vátrygginga­starfsemi, nr. 100/2016, og öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 21. apríl 2020.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Hjörleifur Gíslason.


B deild - Útgáfud.: 8. maí 2020