1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:
- Aftan við fyrirsögn greinarinnar bætast orðin: og akstursbann.
- Aftan við 2. mgr. greinarinnar bætast orðin: Lögreglustjóri skal banna byrjanda með bráðabirgðaskírteini að aka hafi hann fengið 4 til 6 punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota áður en bráðabirgðaskírteinið er endurnýjað í fullnaðarskírteini. Akstursbanni skal eingöngu beitt einu sinni á gildistíma bráðabirgðaskírteinis.
- Á eftir orðunum „Svipting ökuréttar“ og á undan orðunum „skv. 1. og 2. mgr.“ í 3. mgr. greinarinnar koma orðin: eða akstursbann.
2. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. september 2020.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
|