1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða á eftir 4. mgr. 57. gr. reglnanna:
- Í stað ártalanna „2016-2017 og 2017-2018“ í 1. málslið 1. mgr. kemur: 2018-2019 og 2019‑2020.
- 3. og síðasti málsliður 1. mgr. fellur brott.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 130. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „mekatróník hátæknifræði og iðntæknifræði“ í b-lið 1. mgr. kemur: tæknifræði.
- 6. mgr. orðast svo:
Til BS-prófs í tæknifræði er krafist minnst 210 eininga. Nám í tæknifræði er aðgreint frá námi í rafmagns- og tölvuverkfræði og fer fram á öðrum vettvangi.
3. gr.
3. málsliður 1. mgr. 131. gr. reglnanna orðast svo: Kennslu til BS-prófs í tæknifræði skal haga þannig að stúdent geti lokið 210 eininga námi á þremur og hálfu ári.
4. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 2. mars 2018.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|