1. gr.
Gildissvið.
Fyrir leyfi Matvælastofnunar samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli, innheimtir stofnunin gjald af leyfisumsækjendum samkvæmt gjaldskrá þessari.
Tímagjald samkvæmt gjaldskrá þessari er kr. 9.350.
2. gr.
Forskoðun.
Matvælastofnun innheimtir gjald vegna forskoðunar á matvælum sem samanstendur af móttöku umsóknar, forskoðun, ákvörðun um áhættumat og umsýslu, kr. 18.700 (2 klst.).
3. gr.
Áhættumat.
Matvælastofnun innheimtir í kjölfar forskoðunar gjald með eftirfarandi hætti vegna mats á áhættu, skoðunar á áhættumati, umsýslu og útgáfu leyfis. Kostnaður fer eftir því hvort og til hve margra utanaðkomandi sérfræðinga þarf að leita við áhættumatið.
Aðgerð |
Kostnaður kr. |
Mat Matvælastofnunar á áhættu (8 klst.) |
74.800 |
Mat Matvælastofnunar á áhættu – sams konar vara áður skoðuð (4 klst.) |
37.400 |
Mat áhættu og mat á umsögn/-um ytri aðila (4 klst.) |
37.400 |
Endurmat/-skoðun á áhættumati frá stjórnvaldi annars ríkis (4 klst.) |
37.400 |
Ritun rökstuðnings vegna ákvörðunar (2 klst.) |
18.700 |
Umsögn frá Rannsóknarstofu HÍ í næringarfræðum (8 klst.) |
98.400 |
Umsögn frá embætti landlæknis (8 klst.) |
80.000 |
Umsögn frá Rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræðum (8 klst.) |
115.864 |
4. gr.
Innheimta.
Gjalddagi skal vera 15 dögum frá útgáfu reiknings. Eindagi gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er 15 dögum eftir gjalddaga. Heimilt er að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu frá og með gjalddaga og fram að greiðsludegi, sé reikningur ekki greiddur á eindaga. Hafi reikningur ekki verið greiddur á eindaga, skal viðkomandi umsókn um leyfi vísað frá og hún felld niður.
5. gr.
Annað.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt heimild í 4. gr. reglugerðar nr. 327/2010 og 25. og 26. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur gjaldskrá nr. 250/2015 vegna umsókna fyrir framleiðslu, markaðssetningu eða innflutning matvæla með íblönduðu koffíni úr gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. febrúar 2018.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Birgitta Kristjánsdóttir.
|