Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1358/2024

Nr. 1358/2024 20. nóvember 2024

REGLUGERÐ
um starfrækslu svifflugna samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139.

1. gr.

Efni og gildissvið.

Í þessari reglugerð er mælt fyrir um ítarlegar reglur um flugrekstur með svifflugur þegar slík loftför uppfylla skilyrðin sem mælt er fyrir um í i- og ii-lið b-liðar 1. mgr. 2. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flug­öryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 2111/2005, (EB) nr. 1008/2008, (ESB) nr. 996/2010, (ESB) nr. 376/2014 og tilskipunum Evrópu­þingsins og ráðsins 2014/30/ESB og 2014/53/ESB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 552/2004 og (EB) nr. 216/2008 og reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3922/91, sbr. reglugerð um sam­eigin­legar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu­sambandsins, nr. 270/2024.

 

2. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi gerðir með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1976 frá 14. desember 2018 um ítarlegar reglur um starfrækslu svifflugna samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðs­ins (ESB) 2018/1139, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 496–507.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/358 frá 4. mars 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/1976 að því er varðar flugmannsskírteini fyrir svifflugur, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 841–865.

 

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 83. og 84. gr. laga um loftferðir, nr. 80/2022, og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 20. nóvember 2024.

 

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Vala Hrönn Viggósdóttir.


B deild - Útgáfud.: 29. nóvember 2024