1. gr.
Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 819/2024, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025, staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum:
Árneshreppur (löndunarskylda innan byggðarlags, niðurfelling vinnsluskyldu).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Norðurfjarðar með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
- Ákvæði 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur niður.
- Í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „telst ekki hafa verið landað til vinnslu“ og verður: telst hafa verið landað til vinnslu.
Kaldrananeshreppur (breyting á almennum skilyrðum, löndunarskylda innan byggðarlags, vinnsluskylda innan byggðarlags).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Drangsness með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 30% byggðakvótans skiptist jafnt milli skipa þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum á Drangsnesi á fiskveiðiárinu 2024/2025 og 70% skipt hlutfallslega til sömu skipa af því aflamarki sem fallið hefur til Drangsness, miðað við allan landaðan botnfiskafla á Drangsnesi í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa á Drangsnesi þeim afla sem telja á til byggðakvóta Drangsness og til vinnslu innan Drangsness á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
Súðavíkurhreppur (breyting á almennum skilyrðum, breyting á viðmiðun um úthlutun, löndunarskylda innan byggðarlags, vinnsluskylda óbundin staðsetningu).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Súðavíkur með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði a-liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega að teknu tilliti til hámarksúthlutunar hvers flokks (a-c) miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024:
- Alls 50 þorskígildistonnum skal úthlutað til fiskiskipa með frístundaleyfi.
- Alls 21 þorskígildistonnum skal úthlutað til fiskiskipa sem veiðileyfi hafa með krókaaflamarki að hámarki 7 tonn.
- Alls 19 þorskígildistonnum skal úthlutað í jöfnum skiptum til aflamarksskipa yfir 100 brúttórúmlestir.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa í Súðavík þeim afla sem telja á til byggðakvóta Súðavíkur til vinnslu á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
2. gr.
Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 7. apríl 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
|