Ráðuneytið hefur staðfest meðfylgjandi samning sem sveitarstjórnir Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar hafa gert með sér um barnaverndarþjónustu með vísan til 10., 11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 96. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Þjónustan nefnist Barnaverndarþjónusta Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar og er Fjarðabyggð leiðandi sveitarfélag.
Unnið er samkvæmt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála samkvæmt fylgiskjali I sem er ófrávíkjanlegur hluti samningsins.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 5. júlí 2023.
F. h. r.
Anna Tryggvadóttir.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|