1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði“ í a-lið töluliðar I í 3. mgr. koma orðin: hjúkrunarfræði, geðhjúkrun og ljósmóðurfræði.
- Annar málsl. b-liðar töluliðar I í 3. mgr. orðast svo: Aðgangur að meistaranámi í ljósmóðurfræði til starfsréttinda og meistaranámi í geðhjúkrun er háður sérstökum reglum um fjöldatakmörkun sem háskólaráð samþykkir og koma fram í kennsluskrá.
2. gr.
2. málsl. a-liðar töluliðar I í 3. mgr. 7. gr. reglnanna orðast svo: Nemandi sem hefur lokið fjögurra ára BS-námi í hjúkrunarfræði getur fengið allt að 30 einingar metnar inn í meistaranám í hjúkrunarfræði og allt að 20 einingar inn í meistaranám í geðhjúkrun.
3. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu heilbrigðisvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 14. janúar 2022.
Jón Atli Benediktsson.
|