Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 811/2016

Nr. 811/2016 26. september 2016

REGUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

1. gr.

14. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við mat á dánar- og lífslíkum skal nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga.

2. gr.

15. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við mat á líkum þess að sjóðfélagar verði í hjónabandi eða annarri sambúð á hverju aldursári í framtíðinni, skal stuðst við tíðni hjónabands eða sambúðar á hverju aldursári, samkvæmt töflum sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga og skulu þær byggðar á nýjustu upplýsingum úr þjóðskrá. Aldursmunur hjóna eða sambúðarfólks skal miðaður við meðalaldursmun hjóna eða sambúðarfólks samkvæmt fyrrgreindum töflum.

3. gr.

16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við mat á örorku- og endurhæfingarlíkum skal nota örorku- og endurhæfingartöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga, byggðar á innlendri reynslu um tíðni örorku. Þangað til slíkur reiknigrundvöllur liggur fyrir, skal stuðst við staðfærðan reiknigrundvöll útgefinn af félaginu.

4. gr.

17. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við mat á líkum þess að sjóðfélagar eigi börn á hverju aldursári í framtíðinni, skal stuðst við fjölda og aldur barna á framfæri á hverju aldursári foreldra samkvæmt töflum sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga og skulu þær byggðar á nýjustu upplýsingum úr þjóðskrá.

5. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 24. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 26. september 2016.

F. h. r.

Haraldur Steinþórsson.

Anna V. Ólafsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 27. september 2016