1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. reglnanna:
Í 3. málsl. falla brott orðin „reglum nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri“ og í staðinn kemur: reglum nr. 724/2023 um nýráðningar akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. reglnanna:
Í 2. málsl. falla brott orðin „reglna nr. 1010/2016 um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri“ og í staðinn kemur: reglna nr. 725/2023 um framgang akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. reglnanna:
- Á eftir orðunum „þriggja manna dómefnd“ í 1. málsl. 1. mgr. bætist við: sem hefur það hlutverk.
- Í 1. málsl. 1. mgr. fellur brott orðið „til“.
- Á eftir 1. málsl. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Gæta skal þess að í dómnefnd sitji bæði karlar og konur.
- Í lok 1. mgr. bætist við: Dómnefnd Háskólans á Akureyri fjallar um umsóknir um akademísk störf, umsóknir um framgang í akademísku starfi og umsóknir um ótímabundnar ráðningar í akademísk störf. Í dómnefnd má skipa þau ein sem lokið hafa doktorsprófi eða hliðstæðu prófi úr háskóla og er miðað við að þau sem skipuð eru í dómnefnd hafi viðamikla reynslu af rannsóknum, kennslu og stjórnunarstörfum. Fastafulltrúar í dómnefnd skulu hafa að lágmarki dósentshæfi, nema formaður, sem skal hafa verið metinn hæfur til að gegna starfi prófessors. Þegar dómnefnd fjallar um umsóknir um stöðu prófessors skal tryggt að allir nefndarfulltrúar sem standa að matinu séu með prófessorshæfi. Sviðsforseti tilnefnir ytri ráðgjafa, hverju sinni, er skal vera dómnefnd til ráðgjafar þegar fræðistörf umsækjenda eru metin. Við sérstakar aðstæður er heimilt að skipa fleiri en einn ytri ráðgjafa.
- 3. mgr. fellur brott.
4. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar voru í háskólaráði Háskólans á Akureyri, eru settar á grundvelli laga nr. 63/2006 um háskóla og laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskólanum á Akureyri, 28. september 2023.
Elín Díanna Gunnarsdóttir rektor.
|