1. gr.
Breytingar.
Ákvæði 1. tl. 1. mgr. 2. gr. reglnanna skal vera svohljóðandi: Fjármálafyrirtæki sem hafa starfsleyfi skv. 1. og 2. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Ákvæði 4. tl. 1. mgr. 2. gr. reglnanna skal vera svohljóðandi: Útibú erlendra fjármálafyrirtækja með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa heimild Fjármálaeftirlitsins skv. 33. gr. laga nr. 161/2002 enda hafi fyrirtækið hliðstætt starfsleyfi og 1. og 2. tl. 1. mgr. 4. gr. sömu laga kveður á um í heimaríkinu, starfsemin sem fyrirtækið stundar hér á landi sé sambærileg og að starfsemi fyrirtækisins sé háð sambærilegu fjármálaeftirliti og lög nr. 87/1998 kveða á um í heimaríkinu.
2. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 2. mgr. 11. gr., sbr. 1. mgr. 24. gr., og 38. gr., laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, með síðari breytingum, öðlast gildi 20. mars 2020. Reglur þessar voru ræddar og samþykktar á fundi peningastefnunefndar þann 9. desember 2019.
Reykjavík, 18. desember 2019.
Seðlabanki Íslands,
|
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. |
Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur. |
|