Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 320/2020

Nr. 320/2020 6. apríl 2020

REGLUR
um helstu fjárhagsupplýsingar í samantekt lýsingar verðbréfa, birtingu og flokkun lýsinga, auglýsingar verðbréfa, viðauka við lýsingu, tilkynningagáttina og tilkynningu um almennt útboð.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd eftirfarandi atriða reglugerðar (ESB) 2017/1129, sbr. 2. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 19. gr. laga nr. 14/2020 um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.

 

2. gr.

Tilkynning um almennt útboð.

Tilkynningu um almennt útboð verðbréfa í þeim tilvikum þegar verðmæti þess er á bilinu 1.000.000–8.000.000 evra skal senda Seðlabankanum 2 vikum fyrir áætlað útboð, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020. Tilkynningin skal send á eyðublaði sem er í viðauka við þessar reglur.

 

3. gr.

Innleiðing EES-gerðar.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/979 frá 14. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um helstu fjárhagsupplýsingar í samantekt lýsingar, birtingu og flokkun lýsinga, auglýsingar á verðbréfum, viðauka við lýsingu og tilkynningagáttina og um niður­fellingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 382/2014 og framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/301, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 26. mars 2020, bls. 331, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 188/2019 frá 10. júlí 2019, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórn­ar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 12. september 2019, bls. 3, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 14/2020 um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, öðlast gildi þegar í stað.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Eftirfarandi gildir þar til reglugerð (ESB) 1286/2014 hefur verið innleidd í íslenskan rétt:  Í d-lið 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (ESB) 2019/979 kemur fram að viðvörun um skilning, eins og farið er fram á skv. b-lið 3. mgr. 8. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014, skuli koma fram í auglýsingu um lýsingu. Séu skilyrði i. og ii. liðar d-liðar 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (ESB) 2019/979 uppfyllt skal koma fram í viðvöruninni að verið sé að kaupa fjármálaafurð sem er flókin og gæti verið erfitt að skilja.

Eftirfarandi gildir þar til tilskipun 2014/65/ESB hefur verið innleidd í íslenskan rétt: Í i. lið d-liðar 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (ESB) 2019/979 er tilvísun til flókinna verðbréfa annarra en þeirra fjármálagerninga sem vísað er til í i., ii. og vi. liðum a-liðar 4. mgr. 25. gr. tilskipunar Evrópu­þings­ins og ráðsins 2014/65/ESB. Er þar átt við önnur verðbréf en eftirfarandi fjármála­gerninga:

  a) Hlutabréf, sem viðskipti eru leyfð með á skipulegum verðbréfamarkaði eða á samsvarandi markaði þriðja lands eða á markaðstorgi fjármálagerninga þegar þau eru hlutabréf í fyrir­tækjum og að undanskildum sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, sem ekki eru verðbréfa­sjóðir, eða hlutabréf með innbyggðri afleiðu.
  b) Skuldabréf eða önnur tryggð skuldaskjöl sem viðskipti eru leyfð með á skipulegum verð­bréfamarkaði eða á samsvarandi markaði þriðja lands eða á markaðstorgi fjár­mála­gerninga, þó ekki þau sem eru með innbyggðri afleiðu eða samsetningu sem gerir viðskipta­vini erfitt um vik með að skilja meðfylgjandi áhættu.
  c)

Aðra ósamsetta fjármálagerninga.

 

Seðlabanka Íslands, 6. apríl 2020.

 

  Ásgeir Jónsson Rannveig Júníusdóttir
  seðlabankastjóri. framkvæmdastjóri.

 

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 7. apríl 2020