Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 191/2020

Nr. 191/2020 4. mars 2020

AUGLÝSING
(I) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftir­farandi sveitarfélögum:

 

Sveitarfélagið Árborg.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Eyrarbakka og Stokkseyrar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til við­komandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
  b) 2. mgr. 4. gr. fellur brott.
  c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa, þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tíma­bilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Suðurnesjabær vegna Garðs.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Garðs með eftirfarandi við­auka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til við­komandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan sveitarfélagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta Garðs og til vinnslu innan sveitarfélagsins á tíma­bilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Sveitarfélagið Vogar.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Voga með eftir­farandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði b-liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 15. október 2019.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til við­kom­andi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­­ígildis­stuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

 

Snæfellsbær.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Arnarstapa og Ólafsvíkur með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Í 1. gr. reglugerðarinnar, c-lið, breytist „í viðkomandi byggðarlagi“ og verður: í viðkomandi sveitarfélagi.
  b) Í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist „í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðar­lags“ og verður: í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags.
  c) Í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „innan hlutaðeigandi byggðarlags“ og verður: innan hlutaðeigandi sveitarfélags.

 

Árneshreppur vegna Norðurfjarðar.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Árneshrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. sept­ember 2019 til 31. ágúst 2020.
  b) 2., 4. og 8. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

Kaldrananeshreppur vegna Drangsness.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Kaldrananeshrepps með eftir­farandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 30% byggðakvótans skiptist jafnt milli skipa þó ekki meira í þorsk­ígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum á Drangs­nesi á fiskveiðiárinu 2018/2019 og 70% skipt hlutfallslega til sömu skipa af því aflamarki sem fallið hefur til Drangsness, miðað við allan landaðan botnfiskafla á Drangs­nesi í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. septem­ber 2018 til 31. ágúst 2019.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa á Drangsnesi þeim afla sem telja á til byggðakvóta Drangsness og til vinnslu innan Drangsness á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Strandabyggð.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Hólmavíkur með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal 25% úthlutaðs byggðakvóta skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og 75% skal skipt hlutfallslega, til sömu skipa, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta innan byggðarlagsins á tímabilinu frá 1. sept­ember 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Húnaþing vestra.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Hvammstanga með eftir­farandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
    a. 80% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 675/2019 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020. Við skiptingu þessa 80% byggðakvóta Húnaþings vestra, til ofangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn, síðastliðin þrjú fiskveiðiár. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2016/2017, 2017/2018 og 2018/2019.
    b. 20% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020, miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn síðastliðin þrjú fiskveiðiár, í þorskígildum talið. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2016/2017, 2017/2018 og 2018/2019.
  b) Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skil­yrðum.
  c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. sept­ember 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Sveitarfélagið Skagaströnd.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Skaga­strandar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal 40 þorskígildistonnum úthlutaðs byggðakvóta skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar eftir breytingu og áttu hlutdeild í Húnaflóarækju 1. sept­ember 2016 og 139 þorskígildistonnum, auk þess afla­marks sem eftir er af úthlutun fyrra fiskveiðiárs sem verði skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. Hámarks­úthlutun verður 50 þorskígildistonn á skip. Hámarkið gildir um samanlagða úthlutun úr báðum flokkum, þó skal við úthlutun fyrst reikna að fullu byggðakvóta sem úthlutað er vegna rækju á grunnslóð (Húnaflóarækja).
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. sept­ember 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Norðurþing.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Raufarhafnar og Kópaskers með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til við­kom­andi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildis­stuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
  b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
  c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tíma­bil­inu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Vopnafjarðarhreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Vopnafjarðarhrepps með eftir­farandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, skal skipt þannig: byggðakvóti skal skiptast hlutfallslega milli báta undir 1.000 brúttó­tonnum, sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og skráð voru á Vopna­firði 1. júlí 2019.

 

Fjarðabyggð vegna Stöðvarfjarðar.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Stöðvarfjarðar með eftir­farandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði b-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi byggðar­­lagi 5. febrúar 2019.
  b) Ákvæði 1. málsl. c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lög­aðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 5. febrúar 2020.
  c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, á þann veg að 37% byggða­kvóta byggðar­lagsins skal skipt jafnt milli þeirra fiski­skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar en 63% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt hlutfallslega á þau sömu skip, miðað við allan landaðan botn­fisk­afla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið innan viðkomandi byggðar­lags á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
  d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa, þeim afla sem telja á til byggðakvóta, innan viðkomandi byggðarlags til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

 

Fjarðabyggð vegna Breiðdalsvíkur.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Breiðdalsvíkur með eftir­farandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 25% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt jafnt milli skipa og 75% skal skipt hlutfallslega til sömu skipa af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðar­lags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið, innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

 

Fjarðabyggð vegna Mjóafjarðar.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Mjóafjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stök­um sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 25% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt jafnt milli skipa og 75% skal skipt hlutfallslega til sömu skipa af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðar­lags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið, innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa, þeim afla sem telja á til byggðakvóta, innan viðkomandi byggðarlags til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

 

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fisk­veiða, öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. mars 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 9. mars 2020