1. gr.
Samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, hefur ráðuneytið staðfest eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf., nr. 254/2003, er öðlist gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.
2. gr.
4. gr. gjaldskrárinnar breytist og orðist svo:
Hver lítri á mínútu kostar kr. 54.232 á ári, án fastagjalds og virðisaukaskatts.
Notendur sem kaupa 4 l/mín, eða minna greiða einnig fastagjald kr. 24.355 á ári auk virðisaukaskatts.
3. gr.
5. gr. gjaldskrárinnar breytist og orðist svo:
Fyrirtæki sem samið hafa um kaup á heitu vatni samkvæmt rennslismæli greiða kr. 176,07 fyrir rúmmetra vatns auk virðisaukaskatts, en greiða þá að lágmarki samkvæmt samningi um fastan lítrafjölda.
4. gr.
6. gr. gjaldskrárinnar breytist og orðist svo:
Stofngjöld fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs eru sem hér segir:
a) |
fyrir lögbýli |
kr. |
2.652.302 |
b) |
fyrir íbúðarhús |
kr. |
702.058 |
c) |
fyrir sumarhús |
kr. |
494.869 |
d) |
fyrir aðra aðila |
kr. |
175.982 á mínútulítra |
Lágmarksinntak er 2,5 l/mín.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 21. desember 2021.
F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,
Stefán Guðmundsson.
|