Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1613/2021

Nr. 1613/2021 21. desember 2021

AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf., nr. 254/2003.

1. gr.

Samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, hefur ráðuneytið staðfest eftirfar­andi breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf., nr. 254/2003, er öðlist gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.

 

2. gr.

4. gr. gjaldskrárinnar breytist og orðist svo:

Hver lítri á mínútu kostar kr. 54.232 á ári, án fastagjalds og virðisaukaskatts.

Notendur sem kaupa 4 l/mín, eða minna greiða einnig fastagjald kr. 24.355 á ári auk virðis­auka­skatts.

 

3. gr.

5. gr. gjaldskrárinnar breytist og orðist svo:

Fyrirtæki sem samið hafa um kaup á heitu vatni samkvæmt rennslismæli greiða kr. 176,07 fyrir rúmmetra vatns auk virðisaukaskatts, en greiða þá að lágmarki samkvæmt samningi um fastan lítra­fjölda.

 

4. gr.

6. gr. gjaldskrárinnar breytist og orðist svo:

Stofngjöld fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs eru sem hér segir:

a) fyrir lögbýli kr. 2.652.302
b) fyrir íbúðarhús kr.    702.058
c)  fyrir sumarhús kr.    494.869
d) fyrir aðra aðila kr.    175.982 á mínútulítra

Lágmarksinntak er 2,5 l/mín.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 21. desember 2021.

F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,

Stefán Guðmundsson.

Magnús Dige Baldursson.


B deild - Útgáfud.: 29. desember 2021