1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglnanna:
- 2. mgr. orðast svo í heild sinni:
Frá og með háskólaárinu 2025–2026 verða ekki teknir inn nýir nemendur í 30 eininga viðbótarnám á meistarastigi í umhverfis- og auðlindafræði. Nemendur sem þegar stunda slíkt nám skulu eiga þess kost að ljúka náminu samkvæmt því skipulagi sem í gildi var þegar þeir hófu nám.
- Ný málsgrein bætist við á eftir 2. mgr., svohljóðandi:
Námsstjórn er heimilt að skipuleggja og bjóða fram örnám, sbr. 55. gr. reglna nr. 569/2009.
2. gr.
Reglur þessar eru settar af háskólaráði með heimild í 3. mgr. 18. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Reglurnar hafa verið samþykktar af viðkomandi háskóladeildum, fræðasviðum og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 12. febrúar 2025.
Jón Atli Benediktsson.
|