Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 272/2017

Nr. 272/2017 29. mars 2017

AUGLÝSING
frá ríkisskattstjóra um skil og skilamáta á FATCA upplýsingum vegna tekjuársins 2016, sbr. FATCA samning Íslands og Bandaríkjanna.

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að tilkynningaskyldar fjármálastofnanir, sbr. o-lið 1. tölul. 1. gr. FATCA samnings Íslands og Bandaríkjanna, sbr. auglýsingu nr. 4/2015 í C-deild Stjórnartíðinda, skuli skila upplýsingum vegna ársins 2016 til ríkisskattstjóra eigi síðar en 31. maí 2017.

  1. Tilkynninga- og upplýsingaskylda tekur til reikninga bandarískra aðila (innlánsreikninga, vörslureikninga, vátryggingasamninga að tilteknu peningavirði og lífeyrissamninga).
    Skila skal m.a. eftirfarandi upplýsingum um ofangreinda reikninga í eigu einstaklinga og lögaðila ef áreiðanleikakönnun skv. FATCA samningi Íslands og Bandaríkjanna leiðir í ljós að reikningshafi sé bandarískur aðili:
    a) Nafn, heimilisfang og bandaríska skattkennitölu sérhvers tilgreinds bandarísks reikn­ings­hafa (einstaklinga og lögaðila) sem á eða fer með tilkynningaskyldan reikning.  Ef reikn­ings­hafi er lögaðili sem ekki telst vera bandarískur en áreiðanleikakönnun skv. FATCA samn­ingnum leiðir í ljós að lögaðilinn hefur einn eða fleiri stjórnandi aðila, sem teljast vera banda­rískir aðilar skal skila upplýsingum um nafn, heimilisfang og banda­ríska skattkennitölu sérhvers stjórnandi aðila.
    b) Reikningsnúmer eða ígildi þess.
    c) Reikningsstöðu í árslok 2016. Hafi reikningi verið lokað á árinu 2016 skal upplýsa um síðustu stöðu fyrir lokun reiknings.
       
  2. Til viðbótar við framangreindar upplýsingar skal einnig skila eftirfarandi upplýsingum:
    a) Sé um innlánsreikninga að ræða skal skila upplýsingum um heildarfjárhæð greiddra eða tekjufærðra vaxta á árinu 2016.
    b) Sé um vörslureikning að ræða skal skila upplýsingum um heildarfjárhæð greiddra vaxta, arðs og annarra tekna, þ.m.t. sölu- og gengishagnað, sem myndast hefur vegna ávöxtunar þeirra eigna sem viðkomandi vörslureikningur hefur að geyma og hafa verið færðar sem tekjur inn á reikninginn (eða með tilliti til reikningsins) á árinu 2016.
       
  3. Sé reikningshafi óvirkur erlendur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun (e. Passive NFFE) sbr. 3. tölul. B-liðar VI. liðar í I. viðauka við FATCA samninginn skal upplýsa um nöfn, heim­ilis­föng og bandarískar skattkennitölur þeirra eigenda lögaðilans sem teljast bandarískir aðilar.

  4. Ef reikningur telst vera eldri reikningur eins og hann er skilgreindur í FATCA samningnum og reikningshafi veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar um mögulega skattskyldu sína í Banda­ríkjunum, skal tilkynningaskylda fjármálastofnunin fara með reikninginn sem andstöðu­reikning og senda allar nauðsynlegar upplýsingar til ríkisskattstjóra, sbr. tölul. 1-3 hér að framan.

  5. Tilkynningaskyldar fjármálastofnanir sem hafa enga reikninga í eigu eða umráðum banda­rískra aðila, skulu staðfesta að svo sé með því að skila núllskýrslum til ríkisskattstjóra í sam­ræmi við skilalýsingu.

Ef skilað er röngum eða ófullnægjandi upplýsingum til ríkisskattstjóra eða ef þær eru á annan hátt ekki samkvæmt skilalýsingu, skal tilkynningaskylda fjármálastofnunin eftir atvikum greiða þann kostnað sem af því kann að hljótast.

Upplýsingunum skal skilað rafrænt samkvæmt lýsingu á vef ríkisskattstjóra á slóðinni: https://www.rsk.is/fagadilar/hugbunadarhus/crsfatca/.

Allar fyrirspurnir um FATCA gagnaskil má senda á netfangið: [email protected].

Auglýsing þessi er birt skv. 92., 93. og 94. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og öðlast þegar gildi.

Reykjavík, 29. mars 2017.

F.h. ríkisskattstjóra,

Ingvar J. Rögnvaldsson.

Guðrún J. Jónsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 31. mars 2017