Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1178/2024

Nr. 1178/2024 22. október 2024

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 381/2019 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/732 frá 26. janúar 2021 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 667/2014 að því er varðar inntak skýrslunnar sem rannsakand­inn á að senda til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar, réttinn til að láta álit sitt í ljós að því er varðar tímabundnar ákvarðanir og framlagningu fjársekta og févíta skal gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2022 frá 23. september 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 31 frá 20. apríl 2023, bls. 47. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 76 frá 17. nóvember 2022, bls. 22–24.

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1456 frá 2. júní 2021 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 með því að tilgreina skilyrði þess að viðskiptaskilmálar fyrir stöðustofnunarþjónustu fyrir OTC-afleiður teljist sanngjarnir, eðlilegir, án mismununar og gagnsæir skal gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 332/2022 frá 9. desember 2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­­tíðindi Evrópusambandsins nr. 48 frá 29. júní 2023, bls. 70. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 37 frá 11. maí 2023, bls. 397–402.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. og 4. tölul. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 15/2018, um afleiðu­viðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, og öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. október 2024.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Eggert Páll Ólason.


B deild - Útgáfud.: 23. október 2024