Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1231/2016

Nr. 1231/2016 19. desember 2016

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1240/2015 um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Tilkynningaskyldar fjármálastofnanir skulu halda skrá yfir aðgerðir sem þær ráðast í vegna áreiðan­leika­kannana sem og hvaða gögn þær styðjast við þegar reikningar og reikningshafar eru auð­kenndir.

2. gr.

Í stað fylgiskjals skv. b. lið 39. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur nýtt fylgiskjal.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. mgr. 92. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, tekur þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 19. desember 2016.

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Ása Ögmundsdóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 30. desember 2016