1. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 89. gr. reglnanna:
- 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Um próf og sjúkra- og endurtökupróf fer að öðru leyti eftir ákvæðum 56.–60. gr. þessara reglna.
- 1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Stúdent í námi til meistaraprófs skal hafa lokið prófi eigi síðar en fjórum árum eftir skráningu í námið.
2. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 95. gr. reglnanna:
- 3. málsl. 2. mgr. fellur brott.
- 1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Stúdent í námi til meistaraprófs skal hafa lokið prófi eigi síðar en fjórum árum eftir skráningu í námið.
3. gr.
Reglur þessar, sem rektor Háskóla Íslands hefur samþykkt fyrir hönd háskólaráðs, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 9. september 2022.
Jón Atli Benediktsson.
|