1. gr.
Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 819/2024, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025, staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum:
Akureyrarbær vegna Grímseyjar (löndunarskylda innan byggðarlags, niðurfelling vinnsluskyldu).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Grímseyjar með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
- Ákvæði 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur niður.
- Í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „telst ekki hafa verið landað til vinnslu“ og verður: telst hafa verið landað til vinnslu.
Dalvíkurbyggð (breyting á viðmiðun um úthlutun, vinnsluskylda innan sveitarfélags, heimil skipti á tegundum í vinnslu).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Dalvíkur, Árskógssands og Hauganess með eftirfarandi breytingum:
- Í stað 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum og ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig að 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt ákvæði þessu, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna. Skipta skal 70% byggðakvóta byggðarlagsins hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla.
- Í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlaga“ og verður: til vinnslu innan sveitarfélagsins.
- Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsl. svohljóðandi: Þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðul, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar.
Fjallabyggð (breyting á viðmiðun um úthlutun, löndunarskylda innan sveitarfélags, vinnsluskylda).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Ólafsfjarðar og Siglufjarðar með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2024.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024, þó að hámarki 80 þorskígildistonn á fiskiskip.
- Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa í sveitarfélaginu þeim afla sem telja á til byggðakvóta sveitarfélagsins til vinnslu á tímabilinu 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
Grýtubakkahreppur (breyting á viðmiðun um úthlutun).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Grenivíkur með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 1/3 hluti byggðakvótans skiptist jafnt milli þeirra skipa sem sækja um og 2/3 hlutum skal skipt í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa 1. september 2024.
Húnabyggð (breyting á viðmiðun um úthlutun, löndunarskylda í byggðarlagi og/eða á Skagaströnd, niðurfelling vinnsluskyldu).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Blönduóss með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu 1. september 2024 til 31. ágúst 2025 í Blöndóshöfn og/eða í Skagastrandarhöfn.
- Ákvæði 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur niður.
- Í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „telst ekki hafa verið landað til vinnslu“ og verður: telst hafa verið landað til vinnslu.
- Veitt verði undanþága frá löndun til vinnslu sem fram kemur í ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Fiskiskipum verði eftir sem áður skylt að landa í Blönduóshöfn og/eða Skagastrandarhöfn.
Húnaþing vestra (breyting á viðmiðum um úthlutun, löndunarskylda innan byggðarlags, niðurfelling vinnsluskyldu).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Hvammstanga með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
- 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun á grundvelli 6. gr. reglugerðar nr. 817/2024, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2024/2025 og almanaksárið 2025 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa. Við skiptingu þessa 50% byggðakvóta Húnaþings vestra, til ofangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2023/2024.
- 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga. Skiptingunni verður háttað með þeim hætti að hvert fiskiskip sem uppfyllir framangreind ákvæði hlýtur að lágmarki 40 tonn og eftirstöðvum úthlutað miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2023/2024.
- Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skilyrðum.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
- Ákvæði 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur niður.
- Í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „telst ekki hafa verið landað til vinnslu“ og verður: telst hafa verið landað til vinnslu.
Ísafjarðarbær (breyting á almennum skilyrðum, breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, löndunarskylda, vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Flateyrar, Hnífsdals, Ísafjarðar, Suðureyrar og Þingeyrar með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði a-liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.
- Ákvæði c-liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. júlí 2024.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skal skipt jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira, í þorskígildum talið, en viðkomandi bátur landaði á fiskveiðiárinu 2023/2024, afganginum skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
- Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélaginu úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan sveitarfélagsins, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
Langanesbyggð (breyting á almennum skilyrðum, breyting á viðmiðun um úthlutun, vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Bakkafjarðar og Þórshafnar með eftirfarandi breytingum:
- Við 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Skráð stærð fiskiskips er minni en 300 brúttótonn.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
Norðurþing (breyting á viðmiðum um úthlutun, vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
- Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
Skagafjörður (breyting á almennum skilyrðum, vinnsluskylda).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Sauðárkróks og Hofsóss með eftirfarandi breytingum:
- Nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar svohljóðandi: Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
- Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem er landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
Suðurnesjabær vegna Garðs (breyting á viðmiðun um úthlutun, löndunarskylda innan sveitarfélags, vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Garðs með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan sveitarfélagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta Garðs og til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
Sveitarfélagið Árborg (vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Eyrarbakka og Stokkseyrar með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
Sveitarfélagið Skagaströnd (breyting á viðmiðun úthlutunar, löndunarskylda innan byggðarlags, niðurfelling vinnsluskyldu).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Skagastrandar með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt að teknu tilliti til hámarksúthlutunar hvers flokks (a-b) miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024:
- Alls 4,4 þorskígildistonnum skal skipt jafnt milli fiskiskipa með hlutdeild í veiðum á rækju á grunnslóð á Húnaflóa.
- Eftirstöðvum aflamarks skal skipt hlutfallslega milli fiskiskipa að teknu tilliti til 12 þorskígildistonna hámarks til fiskiskips.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
- Í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „telst ekki hafa verið landað til vinnslu“ og verður: telst hafa verið landað til vinnslu.
Vesturbyggð (breyting á viðmiðun úthlutunar, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags, löndunarkylda á Tálknafirði).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Bíldudals, Brjánslækjar, Patreksfjarðar og Tálknafjarðar með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.
- Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta Bíldudals, Brjánslækjar og Patreksfjarðar til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025 og fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta Tálknafjarðar og til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
Vopnafjarðarhreppur (vinnsluskylda óbundin staðsetningu).
Ákvæði reglugerðar nr. 819/2024 gilda um úthlutun byggðakvóta Vopnafjarðar með eftirfarandi breytingum:
- Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlags, eða í nærliggjandi sveitarfélögum, á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.
2. gr.
Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 28. mars 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
|