Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1555/2024

Nr. 1555/2024 5. desember 2024

GJALDSKRÁ
fyrir fráveitu og meðhöndlun seyru í Hvalfjarðarsveit.

1. gr.

Hvalfjarðarsveit innheimtir gjald fyrir fráveitu og meðhöndlun seyru í sveitarfélaginu skv. gjaldskrá þessari, sbr. samþykkt um fráveitur Hvalfjarðarsveit nr. 1529/2024.

 

2. gr.

Tengigjald.

Stofngjald vegna tengingar og lagningar frárennslislagna frá lóðarmörkum húseiganda við fráveitukerfi sveitarfélagsins sem og hlutdeild í stofnkostnaði aðliggjandi fráveitukerfis skal vera sem hér segir:

 Einbýli, par- og raðhús

 283.000 kr. á hverja íbúð

 Sameiginlegar heimæðar fyrir fjöleign

 250.000 kr. á hverja íbúð

Gjöld þessi miðast við byggingarvísitölu, grunnur 2021, sem er 121,0 stig í október 2024 og uppfærast í janúar ár hvert til samræmis við breytingar á vísitölunni sem Hagstofa Íslands gefur út fyrir desember árið áður og skulu gilda þannig næsta ár.

 

3. gr.

Fráveitugjald.

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins. Álagning skal vera til samræmis við lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, og álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001.

 Fast árgjald á hverja fasteign

 14.000 kr.

 Árlegt fermetragjald

     265 kr. /m²

Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki fráveitugjald. Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatta.

Gjöld þessi miðast við vísitölu neysluverðs í október 2024 sem er 634,1 stig og uppfærast samkvæmt breytingum vísitölunnar í janúar ár hvert, fyrst í janúar 2026 og skulu gilda þannig næsta ár.

 

4. gr.

Gjald fyrir rotþrær.

Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa skv. 24. gr. samþykktar um fráveitur í Hvalfjarðarsveit. Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár skal vera eftirfarandi:

 Rotþró 0-4.000 l  16.900 kr.
 Rotþró 4.001 l – 6.000 l  18.900 kr.

 Rotþró 6.001 l og stærri 

   4.110 kr. m³

 Hreinsistöð/demantur

 34.900 kr.

Verð miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að standa fjær rotþró en 50 metra. Fyrir hverja 10 metra umfram það skal greiða kr. 3.810. Sé ekki hægt að tæma rotþró í reglubundinni yfirferð og því þurfi að fara aukaferð skal húseigandi greiða aukagjald sem nemur 50% af kostnaði við tæmingu til viðbótar við ofangreind rotþróargjöld.

Fyrir hverja aukalosun, að beiðni eiganda, í tengslum við aðra hreinsun og aukahreinsun á rotþró sem sér ferð greiðist skv. gjaldskrá losunaraðila, fyrir bæði hreinsun og akstur.

Gjöld þessi miðast við vísitölu neysluverðs í október 2024 sem er 634,1 stig og uppfærast samkvæmt breytingum vísitölunnar í janúar ár hvert, fyrst í janúar 2026 og skulu gilda þannig næsta ár.

 

6. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 27. nóvember 2024 er sett með vísan til 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, 11. gr. laga um með­höndlun úrgangs, nr. 55/2003 og 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, og á grunni samþykktar um fráveitur í Hvalfjarðarsveit nr. 1529/2024.

Gjaldskráin öðlast gildi frá 1. janúar 2025. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit nr. 1384/2021.

 

Hvalfjarðarsveit, 5. desember 2024.

 

Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 19. desember 2024