1. gr.
Starfsábyrgðartrygging endurskoðanda skal nema minnst 20.000.000 kr. vegna hvers einstaks tjónsatviks.
Heildarfjárhæð vátryggingabóta innan hvers árs skal nema minnst 50.000.000 kr.
Fjárhæðir þessar skulu miðast við vísitölu neysluverðs í september 2020, 487 stig, og breytast 1. janúar ár hvert, í fyrsta sinn 1. janúar 2022, í samræmi við breytingar á vísitölunni.
2. gr.
Hámark eigin áhættu vátryggingataka starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda er 5.000.000 kr.
3. gr.
Reglur þessar, sem eru settar samkvæmt heimild í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun, öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Vátrygging endurskoðanda sem er í gildi við gildistöku reglna þessara má halda gildi sínu til 31. desember 2020. Frá þeim degi skulu fjárhæðir vátrygginga endurskoðenda vera í samræmi við ákvæði reglna þessara.
Endurskoðendaráði, 21. október 2020.
Áslaug Árnadóttir. |
Jón Arnar Baldurs. |
Hildur Árnadóttir. |
|