Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1092/2020

Nr. 1092/2020 21. október 2020

REGLUR
um lágmarksfjárhæð starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda og hámark eigin áhættu.

1. gr.

Starfsábyrgðartrygging endurskoðanda skal nema minnst 20.000.000 kr. vegna hvers einstaks tjónsatviks.

Heildarfjárhæð vátryggingabóta innan hvers árs skal nema minnst 50.000.000 kr.

Fjárhæðir þessar skulu miðast við vísitölu neysluverðs í september 2020, 487 stig, og breytast 1. janúar ár hvert, í fyrsta sinn 1. janúar 2022, í samræmi við breytingar á vísitölunni.

 

2. gr.

Hámark eigin áhættu vátryggingataka starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda er 5.000.000 kr.

 

3. gr.

Reglur þessar, sem eru settar samkvæmt heimild í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 94/2019 um endur­skoðendur og endurskoðun, öðlast þegar gildi.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Vátrygging endurskoðanda sem er í gildi við gildistöku reglna þessara má halda gildi sínu til 31. desember 2020. Frá þeim degi skulu fjárhæðir vátrygginga endurskoðenda vera í samræmi við ákvæði reglna þessara.

 

Endurskoðendaráði, 21. október 2020.

 

Áslaug Árnadóttir. Jón Arnar Baldurs. Hildur Árnadóttir.

B deild - Útgáfud.: 11. nóvember 2020