1. gr.
Við 33. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. skulu áfengisgjöld skuldfærð hjá þeim sem fengið hafa starfsleyfi til tollmiðlunar, sbr. XI. kafla tollalaga og 19. gr. þessarar reglugerðar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 31. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 17. desember 2018.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Steinar Örn Steinarsson.
|