1. gr.
Samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, og reglugerð fyrir Hitaveitu Drangsness nr. 301/2001 hefur ráðuneytið staðfest eftirfarandi breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Drangsness, nr. 210/2019, er tekur gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.
2. gr.
2. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:
Notendagjöld eru sem hér segir:
Vatnsgjald um vatnsmæli fyrir rúmmetra vatns |
kr. |
93,66 |
Fastagjald fyrir hvern mæli á dag verði |
kr. |
72,85 |
Lokunargjald |
kr. |
14.280 |
Gjald fyrir aukaálestur |
kr. |
6.630 |
Miðað er við að meðalhitastig vatns í veitukerfinu sé 57°C við inntak hjá notendum við hámarksrennsli (a.m.k. 5 lítrar á mínútu, og svarar það til notkunar 7,2 rúmmetra vatns á sólarhring). Notendur geta sótt um afslátt á vatnsgjaldi ef hitastig vatnsins við inntak er 55°C eða lægra. Hitastig skal mælt með mælitækjum veitunnar og skal miða við snertihitastig mælabotns eftir að áætlað hámarksrennsli, sbr. að ofan, hefur staðið í a.m.k. 15 mínútur.
Tengigjöld eru sem hér segir:
Heimæðagjald fyrir íbúðarhús verði |
kr. |
620.211 |
Heimæðagjöld fyrir húsnæði yfir 1.200 rúmmetra að stærð |
kr. |
994.589 |
Heimæðagjöld dreifbýli |
kr. |
620.211 |
að auki skal greiða aukalega pr. lengdarmetra frá stofnæð |
kr. |
5.900 |
Sveitarstjórn er heimilt að veita afslátt af tengigjöldum og dreifa greiðslum á allt að 12 mánuði. Þá er sveitarstjórn heimilt að semja um lægri notendagjöld til stórnotenda í atvinnurekstri.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. febrúar 2020.
F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Kristján Skarphéðinsson.
|