1. gr.
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/980 frá 14. mars 2019 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 að því er varðar sniðmát, efni, athugun og staðfestingu lýsinga sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og um niðurfellingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 809/2004. Reglugerðin var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 188/2019 frá 10. júlí 2019, með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993. Reglugerðin er birt á bls. 356 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20 frá 26. mars 2020.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 19. gr. laga um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020, öðlast gildi 1. apríl 2020.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 27. mars 2020.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
|