Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1083/2024

Nr. 1083/2024 4. september 2024

REGLUGERÐ
um (13.) breytingu á reglugerð nr. 1205/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 um aukefni í fóðri.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast sex nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2802 frá 18. desember 2023 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffii ATCC PTA-127053, sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis og undan­eldis og sem eru aldar til varps eða til undaneldis (leyfishafi er Kemin Europa N.V.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2024, frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 65, frá 29. ágúst 2024, bls. 101.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2846 frá 20. desember 2023 um leyfi fyrir öxarbrjótsútdrætti úr Schinopsis balansae Engl. eða Schinopsis lorentzii (Griseb.) Engl. sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2024, frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 65, frá 29. ágúst 2024, bls. 105.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2850 frá 20. desember 2023 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betamannanasa, sem er framleiddur með Aspergillus niger CBS 120604, sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis (leyfishafi er Kerry Ingredients and Flavours Ltd). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2024, frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 65, frá 29. ágúst 2024, bls. 110.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/260 frá 12. janúar 2024 um leyfi fyrir kúmínilmkjarnaolíu úr Cuminum cyminum L., stilkfenníkutinktúru úr Foeniculum vulgare Mill. ssp. vulgare var. dulce, kínahvannartinktúru úr Angelica sinensis (Oliv.) Diels, steinseljutinktúru úr Petroselinum crispum (Mill.) Fuss, stjörnuanístinktúru úr Illicium verum Hook f., djöflamjaðarilmkjarnaolíu úr Ferula-assafoetida L., dillilmkjarnaolíu úr Anethum graveolens L. og dilltinktúru úr Anethum graveolens L. sem fóðuraukefni fyrir tilteknar dýra­tegundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 116/2024, frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 65, frá 29. ágúst 2024, bls. 113.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/251 frá 16. janúar 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndum með Lactiplantibacillus plantarum CNCM I-3235, Lacti­planti­bacillus plantarum DSM 11672/CNCM I-3736, Pediococcus acidilactici CNCM I-3237, Pediococcus acidilactici DSM 11673/CNCM I-4622, Pediococcus pentosaceus NCIMB 12455, Acidipropionibacterium acidipropionici CNCM I-4661, Lentilactobacillus buchneri NCIMB 40788/CNCM I-4323 og Lentilactobacillus hilgardii CNCM I-4785 og Lenti­lacto­bacillus buchneri CNCM I-4323/NCIMB 40788 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir, um breyt­ingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 1065/2012, (ESB) nr. 1119/2012, (ESB) nr. 1113/2013 og (ESB) nr. 304/2014 og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 990/2012 og (ESB) 2019/764. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2024, frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 65, frá 29. ágúst 2024, bls. 124.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/265 frá 17. janúar 2024 um leyfi fyrir sink(II)betaínflóka sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir að undanskildum lagar­dýrum sem eru alin í lagareldiskerfum í sjó. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2024, frá 12. júní 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 65, frá 29. ágúst 2024, bls. 135.

 

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í sam­ræmi við lög nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 4. september 2024.

 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


B deild - Útgáfud.: 26. september 2024