1. gr.
7. gr. reglnanna breytist og verður svohljóðandi:
7. gr.
Fjárhæðir vegna mats á áhrifum tekna.
Við útreikning sérstaks húsnæðisstuðnings skal miða við tekjumörk samkvæmt leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings skv. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið gefur út árlega. Tafla með gildandi tekjumörkum hverju sinni er birt á heimasíðu Múlaþings.
Tekið er mið af fjölda heimilismanna við útreikning sérstaks húsnæðisstuðnings. Tekjur undir neðri tekjumörkum skerða ekki rétt til sérstaks húsnæðisstuðnings. Sérstakur húsnæðisstuðningur fellur niður við efri tekjumörk í hverju tilfelli en skerðist hlutfallslega upp að því marki.
2. gr.
8. gr. reglnanna breytist og verður svohjóðandi:
8. gr.
Fjárhæð vegna mats á áhrifum eigna.
Við útreikning sérstaks húsnæðisstuðnings skal miða við eignamörk samkvæmt leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings skv. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið gefur út árlega. Gildandi eignamörk hverju sinni eru birt á heimasíðu Múlaþings.
Við útreikning sérstaks húsnæðisstuðnings er tekið mið af eignum umsækjanda og annarra heimilismanna.
3. gr.
Reglur þessar, sem settar eru með stoð í 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og byggjast á meginreglum þeirra laga, sbr. einkum 1. gr. og IV. kafla, taka þegar gildi.
Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 16. ágúst 2023.
Egilsstöðum, 17. ágúst 2023.
Björn Ingimarsson sveitarstjóri.
|