1. gr.
Við reglugerðina bætist ný 2. mgr. 2. gr. sem hljóðar svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru tímabil innflutnings framlengd til 30. júní 2022 vegna áhrifa stríðs í Úkraínu.
2. gr.
Í stað „apríl“ í 8. gr. kemur: júní.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. mgr. 12. gr. tollalaga nr. 88/2005 og 65. gr. B, búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 30. júní 2022.
Matvælaráðuneytinu, 29. mars 2022.
Svandís Svavarsdóttir.
|